Boltinn í beinni.
í gegnum tíðina hefur enski boltinn fyllt heilu barina af ærslafullum knattspyrnuáhugamönnum á laugadögum. Þetta var staðreynd fyrir um fjórum árum. Í dag er reyndin önnur. Sjónvarpssöðvarnar á englandi eru óðum að taka yfir þá menningu að menn mæti á barinn um tvöleytið og verði kominn aftur heim um 5. Núna er alltaf verið að sýna boltan milli kl. 11-12. Oftast á laugadögum er karlþjóðin rétt að skríða úr rúminu á þeim tíma og missa gjarnan af sínu liði vegna þessa. Reyndar hefur þetta kanski mest bitnað á Man. Utd. mönnum enda er áhugi á sýningarétt frá leik þess félags langvinsælastur. En það sem er að valda mér hvað mestu vonbrigðum er að 4 félög eru alltaf tekinn fyrir öllum öðrum liðum hvað varðar sýningar norðurljósa. Þarna er ég auðvitað að tala um Man. Utd, Arsenal, Chealse og Liverpool. Hin félögin verða þarna alveg úrundan og eru í raunini skilin eftir með sárt ennið. Sjónvarpstekjur eru mjög mikilvægar fyrir lið sem verma neðri hluta deildarinna svo þau geti keypt sterkari leikmenn til að geta keppt við stóru liðin. ég er orðin doldið þreyttur á að horfa á Man Utd vinna 1-0 sigra aðra hverja helgi!