Já þá er það orðið opinbert að Roy Keane er búinn að taka fram landsliðskóna á ný eftir fund með landsliðsþjálfara Íra, Brian Kerr. Eins og kunnugt er hætti Keane með landsliðinu fyrir HM 2002 vegna ágreinings við Mick McCarthy en eftir að Kerr tók við liðinu, héldu margir að hann myndi spila á ný en hann sagðist ekki vera í nægilega góðu formi til að spila bæði með Man. Utd. og írska landsliðinu. Þetta er augljóslega mikill styrkjur fyrir Íra.
Síðan hafa verið uppi fréttir þess efnis að Barcelona séu á eftir Ruud Van Nistelrooy framherja Man. Utd. og reyndar hafa verið sögusagnir að þeir hafi þegar boðið 12 millur punda og Carles Puyol í skiptum. En reyndar hafa Barcelona fullyrt að ekkert sé til í þessum sögusögnum og að ekkert verði aðhafast í kaupum fyrr en í sumar og þá verði reynt að kaupa besta framherja í heimi.
Og nú er það komið á hreint að fundist hafa leifar af kókaíni í blóði leikmanns í ensku úrvalsdeildinni. Leikmaðurinn mun vera mjög ungur og þykir nokkuð efnilegur. Félagið sem hann leikur fyrir hefur sett hann á meiðslalistann og sektað hann um tveggja vikna laun. Enska knattspyrnusambandið mun ekkert aðhafst þar sem lyfjaprófið var tekið á vegum félagsins. Knattspyrnuheimurinn er nú alveg að ganga af göflunum með öllum þessum ólöglegu lyfjum og allt sem tengist þeim.