Hinn stórkostlegi árangur hetjanna í Leeds United kallar á greinaskrif hið snarasta.
Liðið bara komið í bullandi samkeppni við stórlið eins og Blackburn, Portsmouth og Manchester City um að falla ekki. Segi það því ég held að Wolves og Leicester fari niður. Jamm, glæsilegt að taka Blackburn á útivelli 2-1 en Blackburn, liðinu sem hefur verið ofarlega að undanförnu gengur allt í óhag þessa leíktíðina.
Annars ætlar Arsenal ekkert að gefa eftir, ég hélt reyndar að þeir ætluðu að koksa á þessu og Chelsea myndu gera harða atlögu en Chelsea gerði 0-0 jafntefli í dag (sáuði færið hjá Lampard – sjitt maður) og Arsenal tók Liverpool og Henry kominn í einhver 25 mörk eða meira.
Meira um Arsenal því varaforseti Barcelona, hann Sandro Rossel, sagði í viðtali um daginn við spænska útvarpsstöð að Gilberto Silva væri þar á óskalista. Sandro vill meina að Silva myndi smellpassa í liðið og hann hefði reyndar áhuga á fleiri brössum, þeim Kleberson hjá Man. Utd og Emerson hjá Roma. Það er spurning hvort Edgar Davids eigi sér þá framtíð hjá félaginu en hann virðist þó hafa haft góð áhrif á þá eftir að hann kom í vetur og Barcelona verið að brillera.
En eins og margoft hefur komið fram þá jafnaði Arsenal met um daginn (og sló svo reyndar) sem Leeds átti tímabilið 73-74 og Liverpool 87-88 sem var að tapa ekki fyrstu 29 leikjum tímabilsins. Ég held að ég fari rétt með að bæði liðin hafi tekið titilinn þessi ár enda með flottan hóp, reyndar eins og Arsenal hefur líka í dag.
Fyrir Liverpoolfana þá þekkja margir nú einhver nöfn þar enda seint á níunda áratugnum en færri þekkja Leedsarana nema kannski eitt og eitt nafn þeirra manna sem urðu superfrægir.
Liverpool, byrjunarlið 87-88:
Bruce Grobbelaar, Barry Venison,
Gary Gillespie, Alan Hansen,
Steve Nicol, Ray Houghton,
Steve McMahon, Ronnie Whelan,
John Barnes, Peter Beardsley og
John Aldridge.
Aldridge skoraði einhvern haug af mörkum þetta tímabil, held um 28 stykki enda með John Barnes í sínu besta formi með sér og Beardsley sem fór um völlinn eins og orrustuþota og vann á við 10 manns.
Kenny Dalglish sem margir vilja fá aftur á Anfield Road var stjóri.
Leeds 1973-74:
David Harvey, Paul Reavey,
Gordon McQueen, Norman Hunter,
Terry Cooper, Trevor Cherry,
John Giles, Billy Bremner,
Eddie Gray, Allan Clarke,
Joe Jordan.
Stjóri var Don Revie sem var með liðið í einhver 10-12 ár og algjör gullaldarár.
Eddie Gray stjórnar liðinu í dag og þarna voru sko hetjur, jarðýtur sem gera Alan Smith að sunnudagaskóladreng í samanburði. Joe Jordan, skotinn ógurlegi var frammi og hann var nokkurskonar Alan Shearer, dálítið fylginn sér og duglegur svo ekki sé meira sagt.
Hvað getur maður sagt annað en: Áfram Leeds United!