Nú þegar Silvio Berlusconi, hinn strangheiðarlegi eigandi og forseti AC Milan er aftur kominn með puttana í klúbbinn, eru endalausar kjaftasögur í gangi um það hverja eigi að kaupa til að styrkja liðið fyrir næsta tímabil. Þau nöfn sem oftast hafa heyrst eru Manuel Rui Costa hjá Fiorentina, Mario Jardel og Emre Belezoglu (báðir hjá Galatasaray). En nú hafa Juan Sebastian Veron og Marcelo Salas hjá Lazio bæst við hópinn, auk Rivaldo hjá Barca. Svo er auðvitað besta sagan sú að Milan og Real Madrid hafi náð samkomulagi um að skipta á Shevchenko og Guti !!! Hafiði heyrt það betra?!? Það verður gaman að sjá hvort eitthvað af þessu rætist í sumar…..
Ef þið heyrið fleiri góðar sögur um fyrirhuguð kaup hjá Milan, smelliði þeim hingað inn!