
Önnur nöfn sem er búið að nefna eru mönnum vel kunn, Frank Rijkaard, John Gregory, Peter Taylor, Marcello Lippi, Graeme Souness og Ruud Gullit. Nái þeir ekki Hoddle, þá er líklegt að þeir ráða erlendan framkvæmdastjóra. Alla vega er kominn tími til að stokka upp spilin.
Jurgen Klinsmann var einnig nefndur sem næsti stjóri Spurs en hann var fljótur að draga sig út úr þessum sögusögnum. Hann býr nú í Kaliforníu og sagðist ekki fyrir nokkra muni ætla að yfirgefa sólarparadísina, næstu árin að minnsta kosti.