United eru að fylgjast með hollenska framherjanum Arjen Robben sem skoraði fyir Gronigen fyrir framan njósnara United um seinustu helgi.
Robben, sem varð 17 ára í janúar sl. skoraði sitt fyrsta mark fyrir Gronigen gegn Ajax um helgina og það var engin tilviljun að njósnarar bæði frá United og Real Madrid voru að fylgjast með.
Robben hefur spilað nokkra leiki í hollensku deildinni en hefur lengi verið spáð sem framtíðarstjörnu eftir að hann
skoraði 52 mörk með unglingaliðinu á seinasta ári.
Þjálfari Gronigen er spenntur fyrir hönd Robben og sagði “Hann er teknískur, fljótur og gefur góðar sendingar. Robben
er tilbúinn að skrifa undir fyrsta atvinnusamningin við Gronigen en stórliðin í Hollandi fylgjast vel með honum.”
Robben sjálfur var hins vegar niður á jörðinni og virtist ekkert vera farinn að hugsa sér til hreyfings á næstunni.
“Núna þegar ég er að fara að skrifa undir samning og því er markmið mitt að komast í byrjunarlið Gronigen,” sagði hann um málið.