ísland upp um 5 sæti á heimslistanum
Ísland færist upp um fimm sæti á heimslista Alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA) og er komið upp í 51. sæti. Íslendingar hafa leikið einn landsleik síðasta mánuðinn, gegn Möltu, og vann öruggan sigur, 5:0.