Alex Ferguson á að hafa sagt Beckham að hvíla sig út mars mánuð til að hann geti náð þeim ferskleika í leik sinn sem Man. Utd þarfnast til að geta unnið meistaradeildina.
Beckham sem að mínu mati var að spila sinn besta fótbolta á ferlinum í byrjun þessa tímabils alveg fram að áramótum hefur dalað mikið og virkar þreyttur. Hann kemst ekki í eins góðar stöður á kanntinum og sjáum við því mikið færri góðar fyrirgjafir frá honum en við eigum að venjast.
Ég held að það sé mjög sniðugt hjá Ferguson að hvíla Beckham því eins og menn vita er deildin nánast unnin hjá þeim og geta þeir einbeitt sér meir að meistaradeildinni og því er nauðsynlegt að hafa alla menn ferska í henni, því ekki eiga þeir auðveldan leik gegn Bayern og svo Real Madrid í kjölfarið framundan þar, ef þeir komast áfram.