Núna þegar Skjár 1 hirti enska boltann af Norðurljósum hugsaði “ég Guði sé lof”. Núna verður Sýn að leita á önnur mið og tel ég það vænlegast að þeir taki aftur upp á því að sýna ítalska boltann.

Ítalir hafa lengi verið með sterkustu deild í heimi þótt síðustu ár hafi verið í lægð fyrir þá.En í fyrra rifu þeir sig aftur upp sem sannaðist með því að 3 ítölsk lið voru í 4 liða úrslitum meistaradeildarinnar.

Ég er orðinn dáldið þreyttur á því að fara á Glaumbar nánast hverju einustu helgi að horfa á AC Milan en þeir eru einmitt með sterkasta liðið í heiminum í dag. Þá tel ég með Arsenal en þeir hafa fleirri stig í leik heldur en Arsenal.

Enska deildin hefur verið einokuð af tveim liðum undanfarin 10 ár. En í ítölsku eru 4 lið sem hafa unnið deildin undanfarin 5 ár. Og 2-3 önnur lið hafa verið að blanda sér baráttuna á hverju ári. Deildin í ár hefur verið mjög óvenjuleg þar sem Milan er að setja met með hverjum leik síðan 3 stiga reglan kom. En árangur Roma og Juventus í ár hefði nægt þeim til sigurs í deildinni á venjulegu tímabili.

Núna eiga eflaust einhverjir eftir að benda á að á Ítalíu sé spilaður varnarsinnaður fótbolti. En þeir sem hafa eitthvað vit um ítalska boltann vita það að það er eins og að segja að Íslendingar búa í snjóhúsum. Topp 3 liðin á Ítalíu hafa skorað 156 mörk þegar 25 umferðir eru búnar en Topp 3 í Englandi hafa skorað 157 mörk eftir 28 umferðir. 6,2 hjá ítölum en 5,6 hjá þeim ensku í umferð. Topp 7 liðin á Ítalíu hafa skorað 299 mörk eftir 25 umferðir en Topp 7 á Englandi 305 eftir 28 umferðir. Þ.e. 12 mörk að meðaltali hafa efstu 7 liðin á Ítalíu skorað samtals í umferð á móti 10,9 í Englandi.

Ef hverju er ég að nefna efstu 3 eða 7 liðin??? Jú það eru þau lið sem sýnd eru mest í sjónvarpinu. Þá sérstaklega efstu 3.

Núna bara býð ég spenntur eftir því hvað Sýn gerir og vona ég innilega að ég geti horft á Ítalska boltann hér heima.