“Enska knattspyrnuliðið Arsenal getur um helgina jafnað met sem er í eigu Leeds og Liverpool, en liðin töpuðu ekki leik í 29 leikjum í röð og þarf Arsenal að halda sínu striki gegn Bolton til þess að jafna metið. Leeds náði þessum árangri 1973-1974 en Liverpool 1987-1988. Fredrik Ljungberg og Dennis Bergkamp eru klárir í slaginn eftir að hafa verið frá vegna meiðsla en leikurinn fer fram á Highbury heimavelli Arsenal”.
Þetta var ég að lesa á mbl.is en nota bene, þetta er met sem sett er í byrjun tímabils.
Nú hefur Arsenal semsagt ekki tapað fyrstu 28 leikjum tímabilsins og þar af unnið síðustu átta. Man utd og Chelsea leikmenn og fanar vona jafn heitt og Sam Allardyce og Guðni Bergs að Bolton vinni.
Hið undursamlega lið Leeds United sem var í þessu að eignast nýja eigendur sem ætla að stokka eitthvað upp spilin, lék þennan leik tímabilið 1973-´74 og Liverpool 1987-´88. Þeir – Liverpool - unnu þá 22 og gerðu 7 jafntefli í fyrstu 29 leikjunum en höfðu unnið og gert jafntefli í tveim síðustu leikjum tímabilsins þar á undan sem þýðir þá 31 leik í röð! Þarna höfðu þeir John Barnes á hátindi ferils sins, spratt upp vinsti kantinn eins og hlébarði, sólaði og spriklaði og skoraði eða átti sendingar sem gáfu mörk. John Aldridge var þarna á sínu fyrsta tímabili fyrir Liverpool og skoraði 29 mörk í öllum keppnum og að sjálfsögðu unnu þeir deildina.
Arsenal tóku 30 leiki í röð, þ.e. töpuðu ekki síðasta 21 leiknum 2001-2 og fyrstu 9 leikjum 2002-3. 25 sigrar og fimm jafntefli.
Leedsarar tóku fyrstu 29 leikina án taps ´73-4 en áttu snilldartakta 1968-9 þegar þeir voru á toppi tilverunnar. Eftir 8 ár undir stjórn Don Revie léku þeir 28 leiki í lok tímabilsins án taps og byrjuðu það næsta með sex án taps. 34 leikir í röð, 19 sigrar og 15 jafnir. Vörnin ívið betri en í dag, fengu á sig 26 mörk í 42 leikjum sem er nú barasta bara fínt, og urðu auðvitað meistarar.
Næstbesta árangri liða hefur Nottingham Forest náð, 42 í röð án taps. Brian Clough þjálfaði þá og þetta voru lok tímabilsins ´77-´78 og ´78-´79 en fyrst urðu þeir Englandsmeistarar og svo tóku þeir Evrópumeistaratitilinn árið eftir. Held meira að segja að þeir hafi komið upp úr annari og hirtu titilinn fyrsta árið í þeirri fyrstu (fyrir daga úrvalsdeildar). Þarna var markvarðahrellirinn og striker í enska landsliðinu, Tony Woodcock aðalgaurinn í liðinu.
En……………………………………………………………………………………………………………… ……..eina liðið sem tapaði ekki leik allt sísonið…………………………………………………………………………………var……………………….Pres ton North End 1888-9. Þetta félag sem tók þátt í að stofna ensku deildarkeppnina voru bara með nokkuð gott lið á upphafsárunum, enda töffarar út í gegn, allir með yfirvaraskegg nema einn. Spiluðu í FH eða Bolton búningum, hvítir og svartir og í brúnum skóm sem voru reimaðir hálfa leið upp að hnjám. Tóku líka enska bikarinn og fengu ekki á sig mark þar en unnu 18 og gerðu 4 jafntefli í deildinni.
“menn héldu saman í gegnum þykkt og þunnt. Skipti engu máli hver skoraði, það var liðsheildin sem skipti máli og menn gerðu allt fyrir liðið sitt” sagði framherjinn John Goodall.
Jamm, gott væri ef svona væri þetta enn þann dag í dag……
Fengið úr ensku pressunni………….
-gong-