Ég las grein inn á þessu áhugamáli um vörn Ac Milan. Þar eru taldir upp Maldini, Cafu, Kaladse og Nesta. Hvar er Gattuso? Gattuso er mikilvægasti hlekkurinn í þessu Ac milan liði. Hann spilar kannski á miðjunni en er eiginlega þriðji miðvörðurinn. Gattuso hirðir alla bolta af mönnum sem dirfast að rekja hann yfir að vítateig Milan. EF svo ólíklega vill til að sóknarmenn andstæðingana sleppi fram hjá Gattuso þá tekur varnarlínan við.
einnig er Gattuso sá maður sem smitar út frá sér baráttuanda til hinna í liðinu. ÉG man sérstaklega eftir einu atviki í leik AC-milan og juventus í fyrra. Þá voru Gattuso og Lilian Thuram í kapphlaupi um boltann. Thuram er með stærri mönnum í boltanum en Gattuso með þeim minni. En litli kallinn lét það ekki á sig fá stökk á Thuram og henti honum (löglega þó) á auglýsinga skilti.
Þar sem Milan er að spila með þrjá sóknarmiðjumenn þá bindur Gattuso vörn og miðju saman.
Ég er kannski svolítið hlutdrægur því fyrir mér ætti Gattuso að vera orðinn dýrlingur í Kaþólskri trú ( er þó ekki kaþólikki) en hann er að mínu mati Vannmetnasti snillingur í heimi.
Kveðja
Jónatan Sterki