átta - einn - einn og óhagstæðar reglur Spurning hvort góðir enskir varnarmenn séu að verða eins og geirfuglinn okkar. Ekki bara erfitt að ná í heldur bara ómögulegt.
Ensku liðin taka þátt í Evrópukeppni meistaraliða og vandamálin eru augljós.
Arsenal tók þetta örugglega í kvöld en fyrir tveim vikum settu þeir þrjú, sem var fínt hjá þeim enda með topp menn frammi en þeir fengu á sig tvö og sýndu að þeir eiga erfitt með að díla við vel skipulagða framlínumenn. Að vísu hafa Arsenal fengið á sig afar fá mörk í deildinni (17 eða 18) en þeir hafa frábæra hjálp frá miðjunni og afar traustan markmann.
Man Utd tapaði 2-1 í Portúgal vegna þess að slöpp varnarvinna mátti sín lítils gegn ofsa ákveðnum striker. Að vísu hysjuðu þeir upp um sig stuttbuxurnar á Old Trafford þar sem meira að segja Wes Brown var að standa sig eins og hetja en eins og við vitum klúðraðist allt á lokasekúndunum.

Í lok febrúar buðu Hemmi og co í Charlton, sem m.a.s.eru í hálfgerðri “toppbaráttu” upp á ömurlegan varnarleik gegn Blackburn og á tímabili voru þeir í stökustu vandræðum með að hreinsa út úr fokkíng teignum!
Unnu þó vegna þess að mótherjarnir voru engu betri þarna aftast.
Þrátt fyrir allt þetta sýnir statistikkin að það hafa verið fleiri 0-0 jafntefli þegar 70% tímabilsins er búið en voru allt sísonið í fyrra. Sem þýðir kannski að einhverjir eru að standa sig… eða….?
Já, eða hvað?

Málið er bara að mörg lið eru farin að pakka vel á miðjuna og hafa oft bara einn striker sem m.a.s. hleypur í vörn af og til. Framkvæmdastjórarnir eru farnir að draga liðin aftar til að hjálpa götóttum vörnum og má alveg benda á tilfelli eins og þegar lið eru með 2ja og jafnvel 3ja marka forskot en klúðra því trekk í trekk eða eru að fá á sig jöfnunarmark í lokin leik eftir leik.
Tottenham – Man city er nærtækt dæmi fyrir okkur Íslendinga og Árna Gauts fana. 3-0 yfir og manni fleiri í hálfleik átti dæmið að vera klárt fyrir Tottenham. En í stað þess að halda sínum stöðum og reyna að hægja á leiknum með því að láta City mennina um hlaupin þá eltu 11 Spursarar 10 city kalla eins og hálfvitar um allan völl og misstu boltann um leið og þeir fengu hann. Og fengu á sig fokkíng fjögur mörk, einum fleiri. Ekki bara klaufar heldur aumingjar með fullri virðingu fyrir dugnaðarforkunum hans Keegans.

En hvað veldur?
Jú, það er ekkert grín að vera varnarmaður í dag, ha.
Reglurnar eru þeim ekki hagstæðar.
1. Ef þú rekst í striker á fullri ferð þá er það bara rautt og ekkert múður. Og nota bene, passa sig í teignum því það er bæði víti og rautt!
1. Þú verður að passa þig þegar þú gefur á markmanninn því hann getur lent í þvílíku tjóni. Þegar maður var patti tók markmaðurinn boltann með höndum en ekki ídag – nei nei.
2. Og eins og þetta sé ekki nóg þá fer það bara eftir línuverði hvort þú spilar mann rangstæðan eða ekki og dómarinn ákveður hvort rangstæður maður hafi áhrif á leikinn eða ekki. Maður veit aldrei hvort það er flautað eða ekki!
Til dæmis þá var Milan Baros rangstæður þegar Gerrard þrykkti af löngu færiá móti Levski um daginn. Lét boltann bara fara og hann beint í netið. Og dómarinn ákvað að hann hefði ekki haft áhrif á leikinn!!!!!!!!

Þetta gerir það að verkum að menn spila orðið mjög djúpt og taka minni sénsa. Það eru ekki mörg miðherjapör sem eru að standa sig neitt með afbrigðum og fá pör sem smellpassa saman eins og oft hefur verið undanfarin ár og enn oftar fyrir nokkuð mörgum árum síðan.
Og bakverðir eru ekki lengur bakverðir. Þeir eru bakverðir OG kantmenn, taka semsagt fullan þátt í sóknarleiknum sem þýðir að einhver þarf að detta aftur. Bakverðir skora haug af mörkum og eiga stoðsendingar eins og ég veit ekki hvað.
Í Porto – United voru tengiliðirnir, þá aðallega Butt og Keane “rauði” að stoppa sóknirnar vel en þá fóru Portókallar bara upp kantana og United í problemmi um leið. Auðvitað sakna þeir Ferdinand og Silvestre en þeir mega líka alveg sakna kalla eins og Jaap Stam og við tölum nú ekki um “the two towers” Steve Bruce og Pallister. Þá skoruðu andstæðingarnir allavega ekki með skalla!

Léleg vörn í lok tímabilsins síðasta kostaði Arsenal titilinn og ef ekki væri fyrir Vieira sem bindur saman vörn og sókn eins og tonnatak og super glue þá væru þeir ekki í svo góðum málum. Maðurinn stoppar líka sóknirnar áður en vörnin þarf að díla við þær og gott að hafa Lehman þarna aftast.
Nú þurfa liðin semsagt að hafa almennilega nagla á miðjunni sem geta hlaupið milli teiga eins og handboltamenn og varist og skapað í sókn.
Ekki eiga nú öll liðin svoleiðis kalla en Vieira er hjá Arsenal og sama hlutverki eiga þeir Claude Makelele hjá Chelsea (þó Lampard hafi kannski tekið það að sér), Sylvain Legwinski hjá Fulham og svo Hamann – Liverpool - að gegna. Hamann hefur samt ekki staðið sína plikt eins vel og fyrir 2-3 árum þegar þeir töpuðu ekki þegar hann var með.
Nú er Man Utd fallið úr leik en það er spurning hvort strikerar á Englandi eins og Henry og Nistelrooy, sem og Eiður og Mutu og Crespo megi sín mikils gegn liðum eins og Milan til dæmis – og við tökum ekki Juventus með því þeir féllu út fyrir sterku liði Deportivo – sem spiluðu svo stífan varnarleik í úrslitaleiknum á Old Trafford í fyrra að fólk beinlínis geispaðí allan tímann.
Ef ég man rétt þá vann AC Milan í framlengingu eftir 0-0 jafntefli.

Auðvitað viljum við öll sjá skemmtilegan sóknarbolta, það vantar ekki. Málið er bara að Englendingar gætu lent í vandræðum í sumar og þurfa að stilla saman strengi sína (og þá á ég ekki við Leicestermenn) ætli þeir sér einhverjar rósir í Portúgal í sumar.

Þessi grein er hugleiðingar mínar eftir lestur greina eins og td ein sem heitir “It is as hard to find a reliable defender as it is to get hold of a plumber” eftir David Lacey sem skrifar í The Guardian og var kosinn íþróttablaðamaður ársins í Englandi í fyrra (held ég fari rétt með) og pælinga eins og komu fram í greininni “vörn og varnarvörn” sem ég skrifaði hér um daginn eftir yfirlýsingar Sven Göran Erikson, landsliðsþjálfara. Ég stel ýmsu sem David segir sem og öðrum kvótum í ensku pressunni en finnst þetta engu að síður allt saman áhugaverðar pælingar.

-gong-