Þónokkuð er um íslenska leikmenn á Englandi ég ætla hérna að stikla á stóru um hvernig mér hefur fundist framistaða þeirra hafa verið.
Eiður Smári Guðjónsen: Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með kappan þetta tímabilið. Ég veit að maðurinn getur orðið mun betri leikmaður en hann er en ég held einfaldlega að hann skorti metnað til að ná lengra en hann hefur náð. Þó að maður eigi nú ekki að vera að hlusta á kjaftasögur þá er nú samt sannleikurinn sá að einhver hluti af þeim er oftast réttur. Þær sögur sem maður hefur veirð að heyra af Eiði eru miðurskemmtilegar og vonandi bara lýgi. Ekki miskilja mig samt, Eiður er lang besti knattspyrnu maður Íslendinga en ég held að hann hafi burði til að verða einn af betri í heiminum ef hann leggur meira á sig.
Hermann Hreiðarsson: Hemmi er mjög skemmtileg týpa. Hann er þessi eiturharði víkingur og ákaflega fjörugur maður. Það er ávallt gaman að fylgjast með honum og er hann einn af betri skallamönnum í heimi. Hann hefur þó gerst sekur um nokkur klaufa varnarmistök.
Jóhannes Karl Guðjónsson: Jói Kalli hefur lítið sem ekkert spilað á þessu tímabili með Wolves. Hann stóð sig ágætlega í fyrra þegar hann kom til Aston Villa en hefur ekki náð að fylgja því eftir hjá Wolves. Ég hélt þegar hann var í Hollandi að þarna væri ferð framtíðarstjarna. Ég held því miður að ég hafi haft rangt fyrir mér og eftir að hann fór til Betis þá gerði hann mistök og ég er ansi hræddur um að hann verði bara miðlungsleikmaður.
Heiðar Helguson: Heiðar og Hemmi eru mjög líkar persónur. Báðir mjög harðir og gefa ekki tommu eftir. Heiðar er einn af betri strikerum í 1.deildinni og það sem maður hefur séð af kappanum er bara nokkuð gott. Hann hefur þó verið nokkuð óheppin með meiðsli.
Bjarni Guðjónsson: Bjarni er nokkuð nýkominn til Coventry en mér skilst að hann sé að gera ágætishluti þar og kemur það svosem ekki á óvart. Hann er ágætisleikmaður sem hentar vel í 1.deildinni.
Ívar Ingimarsson: Ívar byrjaði mjög vel hjá Reading en síðan hefur þetta eitthvað dalað hjá kappanum. En þarna er á ferðinni góður varnarmaður sem er góður í 1.deildinni.
Lárus Orri Sigurðsson: Lárus hefur verið meiddur en hann er allur að koma til. Lárus er góður leikmaður og reynslubolti eftir að hafa verið með Stoke og WBA í nokkur ár. Hann hefur ávalt þótt standa sig vel þó að kannski hafi hann ekki átt heima í efstu deildinni í fyrra eins og megnið af WBA liðinu.