Scott Parker —————
Um leikmanninn:
—————
Fullt nafn: Scott Parker
Gælunafn: Scotty
Númer: 19
Fæðingardagur: 10/13/1980
Aldur í byrjun leiks: 22 ára
Fæðingarstaður: Lambeth
Föðurland: England
Uppáhaldslið (skv CM): Tottenham
Hæð: 175cm
Þyngd: 69.92kg
Þjóðerni: England
Staða á velli: Miðjumaður
Fyrri lið: Charlton og Norwich(lán)
A Landsleikir:1
Mörk:0
U21 Landsleikir:
Mörk:0
————–
Saga mannsins:
————–
Scott Parker hefur verið í eigu tveggja liða og það eru Charlton og Chelsea. En hann hefur samt sem áður spilað fyrir þjrú lið og það eru Charlton , Chelsea og Norwich. Hann var lánaður til Norwich í fyrstu deildinni í Október 2000. En Parker stoppaði ekki langt við hjá Norwich hann spilaði aðeins 6 leiki og skorði eitt mark í 3-2 tapleik liðsins gegn Sheffield Wednesday.
Í Nóvember var hann kallaður til baka úr láninu vegna þess að Mark Kinsella meiddist og Charlton þurftu á honum að halda. Hann fór beint í byrjunarliðið og þegar írinn Kinsella snéri til baka náði hann ekki að slá Parker út úr liðinu.
Seasonið 2001/2002 var nú nokkuð skondið vegna þess að hann fékk rautt spjald gegn Blackburn og endaði með titli á “versta hegðun ársins” sem sagt hann var mest af öllum í Charlton liðinu að fá spjöld.
Núna í byrjun árs 2004 festi svo Chelsea kaup á honum fyrir 10 milljónir punda.
—————————
Spilaðir leikir á ferlinum:
—————————
Hér mun ég seigja frá hvað Parker hefur leikið marga leiki fyrir lið sín á ferlinum og hvernig hann hefur staðið sig í þeim:

Félagslið:
1.leikir 2.byrjað inná 3.gul spjöld 4.rauð spjöld 5.skipt inná 6.skipt útaf 7.mörk
Chelsea 5 5 1 0 0 3 1
Norwich 6 6 2 0 0 4 1
Charlton 145 116 32 2 29 46 10

Landslið:
England 1 0 0 0 1 0 0
England U21 11 3 1 0 8 3 0
(vona að þetta skiljist)
——————
Hvað finnst ykkur:
——————
Jæja nú ætla ég að spurja ykkur:
Hvað finnst ykkur um félagskipti hans til Chelsea?
Helduru að þetta sé skref niður fyrir hann? vegna þess að það eru svo margar stórstjörnur þarna og hann kannski fær ekki að spila jafn mikið og áður?
Helduru að hann eigi eftir að spila mikið?
Helduru að hann eigi eftir að verða byrjunarmaður í Enska landsliðinu í framtíðinni?
Og endilega koma með einhverja aðra umræðu líka:)
———-
Heimildir:
———-
http://news.bbc.co.uk/sport
http://www.4th egame.com/
http://www.soccernet.com/
http://www.soccerage.com/
——–
Endile ga láta mig líka vita hvernig þessi fyrsta grein mín hér á hugi.is/enskadeildin er.
Kv:jonnif :)