Styttist í Berger.
Það fer að styttast í að hinn stórkostlegi leikmaður Patrik Berger hefji leik á ný með Liverpool. Hann varð reyndar að draga sig út úr varaliði þeirra vegna bólgu í hné, en hann er samt jákvæður á að hann geti leikið fyrir varaliðinu í næstu viku. Berger segist reyndar vera svektur á að geta ekki leikið með landsliði Tékka í næstu viku og segist vera vonsvikinn yfir því. Berger hefur æft síðastliðnar tvær vikur með aðalliði Liverpool og á hann eftir að vera mikill fengur fyrir Liverpool á endasprettinum og á eflaust eftir að hjálpa þeim mikið í baráttu þeirra við að sigra evrópukeppni félagsliða, enska bikarinn og svo ekki sé talað um að ná meistaradeildar sæti fyrir næsta tímabil, en Berger á eftir að bæta inn nýrri vídd í sóknarleik Liverpool sem hefur klárlega saknað þess að hafa ekki vinstri kanntmann meiripart veturs.