Vegna þess að grein mín (sem er þýdd að mestu leyti og er eftir Peter Shmeichel) varð að hálfgerðri BA “þýðingarritgerð” þá sendi ég hér ágrip úr fótboltasögu David Seamans svona sér. Hún kemur hér strax á eftir þessari.
Hann spilaði fyrst fyrir England 1988 gegn Saudi Arabíu. Spilaði 75 landsleiki og spilaði 1032 leiki í “meistaraflokki”. 38 sinnum hélt hann hreinu í landsleik.
David Seaman: fæddur 19. sept 1963.
1981. Gerir samning við Leeds en spilar ekkert.
1982. Gengur til liðs við Peterborough og spilar 91 leik.
1984. Fer til Birmingham, 75 leikir.
1986. Seldur til QPR og spilar þar 141 leik.
1988. Fyrsti leikur með enska landsliðinu, gegn Saudi Arabíu.
1990. Fer til Arsenal fyrir 1,3 millur sem var met fyrir markmann.
1991. Vinnur deildina með Arsenal og fær aðeins á sig 18 mörk.
1993. Nær sér í medalíur fyrir FA bikar og deildarbikar með Arsenal.
1994. Arsenal vinnur Evrópukeppni bikarhafa.
1995. Fær á sig heimsfrægt mark gegn Real Zaragoza í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa þegar Nayim skýtur yfir hann frá miðju.
1996. Ver vítí og England kemst í 4. liða úrslit Evrópukeppninnar.
1997. Fyrirliði Englendinga gegn Moldóvíu.
1998. Englendingar slegnir út úr HM í Frakklandi í vítakeppni.
1999. Fimmtugasti landsleikurinn. Gegn Ungverjalandi.
2002. Ronaldinho skorar úr aukaspyrnu og Artim Sakiri skorar úr horni – bömmer.
2003. Þúsundasti leikurinn. Arsenal vinnur FA bikarinn og gengur svo til liðs við Man City.
2004. Tilkynnir að þátttöku sé lokið vegna axlarmeiðsla.
Þess má geta að Peter Shilton spilaði 1390 leiki. 125 sinnum í landsliði Englands og hélt 66 sinnum hreinu.
Gordon Banks spilaði 73 landsleiki og hélt 35 sinnum hreinu, þar af sjö leiki í röð 1966 sem er enskt met.