Merkilegu tímabili lauk í enskri knattspyrnusögu í síðasta mánuði þegar David Seaman ákvað að setjast í helgan stein (eða kannski að slaka hönskum upp á hillu).
Seaman var einfaldlega einhver albesti markvörður sem komið hefur fram á Englandi og þó einhverjir hafi verið duglegir að rifja upp þau mistök sem hann gerði – sem nokkur voru reyndar snilld - þá mun hans fyrst og fremst verða minnst fyrir snilldartaktana í framtíðinni.
Peter Schmeichel hinn danski skrifar heilmikla grein um daginn í Sunday Times (sem virðist reyndar ekki uppáhaldsblað sumra fótboltafana) um …. jú, akkúrat, rétt hjá þér, enska markmenn og þá aðallega Seaman. Ég ætla að snara þessu yfir og það sem er í gæsalöppum er Schmeichels, það sem ekki er er mitt og kannski er Hannes Hólmsteinn að lesa, þó ég reyndar efi það asskolli mikið.
Fyrirsögnin er: The best save I ever saw.
“Gordon Banks er talinn besti markmaður Englands fyrr og síðar og þó ég hafi aldrei séð hann spila, þá hef ég séð upptökur og hann var frábær. Var með Englandi þegar þeir urðu heimsmeistarar og jafnvel nú 30 árum síðar vita allir hver hann er.
Peter Shilton er pottþétt no. 2 á mínum lista. Hann var fyrirmynd mín þegar ég var að alast upp í Danmörku. Maðurinn sem alltaf virtist klár í slaginn og gerði eiginlega aldrei mistök.
Seaman er no. þrjú. 75 landsleikir, þrisvar Englandsmeistari, fjórum sinnum FA bikarinn, Coca Cola verðlaunagripur og annar fyrir Evrópukeppni bikarhafa segja það sem þarf. Ég hef haldið upp á hann síðan 1990 þegar nokkrir enskir klúbbar komu til Danmerkur þar sem ég spilaði með Bröndby. Þar á meðal var Arsenal sem tékkaði á mér en þeir keyptu heldur Seaman frá Q.P.R. og hann stóð sig frábærlega þar”.
Og þá kemur svaka lýsing a la Hörður Magg:
“Þegar fólk talar um markvörslu þá kemur alltaf upp varslan hjá Banks í Heimsmeistarakeppninni á móti Brasilíu 1970: Fullkomin sending frá Jairzinho, fullkominn skalli frá Pele og þarna skaust Banks stanga á milli og reddaði af hreinni snilld. Pele skallaði boltann niður sem er eitthvað það erfiðasta fyrir markmann að eiga við, en Banks henti sér niður og reyndi ekki einu sinni að koma boltanum framhjá. Hann eiginlega ýtti boltanum upp ogyfir slána. Hraðinn og snerpan, styrkurinn í úlnliðnum og bara mikilvægi leiksins gerir þetta að flottustu markvörslu nokkru sinni. En… ég hef bara séð þetta á video. Glæsilegustu markvörslu sem ég sá með eigin augum átti Seaman.
Það var á móti Sheffield United í undanúrslitum FA bikarsins á Old Trafford í fyrra” (sem margir ættu nú að muna).
“Að mörgu leyti var þetta líkt vörslunni hjá Banks. Þegar Paul Peschisolido “setti” boltann, þá var Seaman við stöngina hinum megin og það sem meira er, boltinn hafði skoppað manna á milli og Seaman var alltaf að rembast við að koma sér í stöðu. Ég horfði á þar sem ég lýsti leiknum og hugsaði “mark” en á ótrúlegan hátt náði David að teygja sig, strekkja á hendinn og blaka boltanum út. Fáir markmenn hefðu náð að koma við boltann og jafnvel þeir sem hefðu náð hefðu misst hann inn í 999 tilvikum af 1000”.
Ég man greinilega eftir þessu og það er nú sosum rétt hjá Peter að þetta var frekar efnilegt hjá kallinum. Það er stærðar mynd með greininni eins og hún tekin úr teignum og að markinu. Campell og Keown eru sem lamaðir, þrír Sheffield kallar hlaupa að markinu en það sem er flottast, áhorfendur, Sheffield fanar, bakvið mark og allri að rísa á fætur og byrjaðir að brosa….en löngutöng er löng og krækir í boltann. Svei mér þá, vorkenni ennþá þessum brosandi Sheffield börnum í rauðröndóttu Þróttaraskyrtunum sínum því þau hafa verið stjörf vegna vonbrigða sekúndubroti seinna.
En áfram með Danann ógurlega:
“Ég fíla ekkert sérstaklega markmenn sem eru með sýndarmennsku og verja með stæl. Ég lít upp til þeirra sem standa fyrir sínu og fyrir mér er Seaman einn af þeim. Svona “steady Eddie” og Seaman stóð fyrir stöðugleika. Oft eru bestu markmennirnir þeir sem maður tekur varla eftir. Þeir eru partur af vörninni, stjórna henni og þessvegna koma færri boltar á markið. Hann naut þess að hafa solid vörn með Adams sem fyrirliða en í þau skipti sem eitthvað fór úrskeiðis var Seaman til staðar”.
Og heldur áfram með smá reynslusögu:
“Þegar hann fór til Man City varð þetta erfiðara. Jafnvel þó vörnin hafi verið fín var hún ekki eins fín og hjá Arsenal. Ég þekki þetta sjálfur frá því að ég fór til Aston Villa eftir að hafa unnið með vörninni hjá Man United. Menn voru bara ekki eins andlega traustir og gerðu bara fleiri mistök, jafnvel þó þetta væru topp varnarmenn. Ég er ekkert að setja út á vörnina hjá City en það var vissulega ákveðið óöryggi hjá þeim sem er erfitt fyrir markmann. Ég spilaði nú sjálfur hjá City en við Seaman erum andstæður. Hann var alltaf rólegi gæinn sem var í jafnvægi, eitthvað sem mig skorti stundum.
Þetta var frábær eiginleiki að hafa hjá Arsenal en kannski þurftu þeir í City vörninni frekar að hafa einhvern eins og mig, öskrandi brjálaðan í markinu svo þeir væru alltaf á tánum!”
Þá kemur sorglegi parturinn fyrir ykkur Arsenalmenn:
“Ég sá þó á síðustu leiktíð að virðingin fyrir Seaman var farin að minnka. Þegar Rooney skoraði á Goodison Park var Seaman kennt um. Hvað var fólk að hugsa? Enginn markmaður hefði átt séns í boltann. þetta var bara snilldarskot og mark. Það var eins og fólk vildi bara muna eftir því þegar Ronaldinho skaut yfir Seaman í átta liða úrslitunum í Shizuka. Þetta var freaky mark og Seaman hefði séð við honum næstu 100 skipti ef hann hefði reynt aftur.
Alltaf þegar hlutirnir ganga ekki alveg 100% hjá Englandi þarf að finna blóraböggul. 1998 var það Beckham, ´96 Southgate o.s.fr.
Stuttu eftir heimsmeistarakeppnina skoraði Artim Sakiri hjá Makedóníu hjá honum beint úr horni. Það er nú ekki það skemmtilegasta sem gerist hjá markmanni en getur þó alltaf gerst. Gerðist hjá mér líka en Seaman spilaði ekki landsleik eftir það”.
Og vitiði hvað? spyr Shmeichel.
“Fyrir utan þessi tvö mörk er erfitt að benda á alvöru mistök á 23 ára markmannsferli Seamans.Við þurfum að fara aftur að úrslitaleiknum í Evrópukeppni bikarhafa 1995 þegar Nayim hjá Real Zaragoza skaut yfir hann (reyndar af næstum 50 m færi;gong). Allir fótboltamenn gera einhver mistök. Ef striker klikkar í dauðafæri þá kostar það mark. Ef markmaður gerir mistök þá kostar það mark. En fólk sér það ekki með sömu augum. Ef strikerinn fær 10 dauðafæri og skorar eitt mark þá er hann hetja. Ef markmaðurinn reddar 10 sinnum meistaralega þá muna allir bara eftir klaufamarkinu.
Ég ætla svosem ekkert að kvarta. Örugglega ekki Seaman heldur. Fullkomin frammistaða var það sem við báðir leituðum að.
Seaman hætti vegna meiðsla. Það er ömurlegt. Ég valdi það að hætta. Hann hefði getað haldið áfram, jafnað sig á nokkrum vikum og fengið fullt af peningum áfram en hann er heiðursmaður og hætti þegar hann sá ekki fram á að geta beitt sér 100%.
Kasper, sonur minn, æfði með Seaman undanfarna mánuði í City. Hann var algjörlega niðurbrotinn þegar David fór. Þó að Kasper hafi bara verið 16 ára, 24 árum yngri en David, þá fékk hann þá bestu kennslu sem hann gat fengið og Seaman bauð honum heim eftir æfingar og kom fram við hann sem félaga og vin en ekki sem krakka.
Já, vin. Vinur enska fótboltans, það er David Seaman.
Kveðja til goðsagnar í enskri knattspyrnu”.
Svo mörg (ógeðslega mörg) voru þau orð og vonandi hafa einhverjir nennt að lesa, allavega Gunnerar.
Það er kannski ekkert alslæmt að vera sonur Peters Shmeichel og vera í námi hjá David Seaman. Alveg séns á að verða góður, svona seinna meir – ha?
Sendi fótboltaágrip Seamans sér í lítilli grein því þessi er orðin að hálfgerðri BA ritgerð!
kveðja, gong.