Ferguson óhress
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United er ekki hress með leikmenn sína og hefur varað þá við afleiðingum þess að þeir standi ekki undir væntingum. United mætir Sturm Graz í Meistarakeppni Evrópu í kvöld. “Þeir hafa ekki sýnt hvað í þeim býr síðustu vikur,” hefur fréttavefur Sky eftir Ferguson. United þarf helst að ná jafntefli til að tryggja sér þátttöku í undaúrslitum fimmta árið í röð. Raunar má liðið tapa fyrir Sturm Graz, ef Sturm skorar ekki meira en þrjú mörk og munurinn á liðunum er ekki meiri en tvö mörk.