Þeir sem sáu fótboltann í fyrradag sáu Scott Parker skora fyrir Chelsea. Talsvert hefur verið rætt um sölu hans frá Charlton um daginn og sýnist sitt hverjum. Mörgum, þar á meðal mér, er alveg hroðalega meinilla við að leikmenn geti hunsað samninga sem þeir hafa undirritað, um að spila með ákveðnu liði og skipt svo ef einhver (stóru liðin) bjóða betur. Saha er dæmi, Hasselbaink frá Leeds til Spánar (Athletico Madrid minnir mig) annað og svo var ég ánægður með Wenger þegar hann leyfði Viera ekki að fara þrátt fyrir svaka þrýsting.
Ég ætla að draga aðeins saman það sem ég hef lesið að undanförnu í ensku pressunni (þótt sumir segi að það sé 90% slúður, sem það reyndar er ekki neitt) og gera smá Chelsea grein.
Parker sem sagt trítlaði yfir til þeirra bláu og fyrsta ferðalag hans var til Ewood park. Það var táknrænt því fyrir 10 árum síðan varð allt vitlaust þegar Sir Jack Walker endurreisti Ewood fyrir hellings pening og verslaði menn sem aldrei fyrr, til þess einmitt að vinna titla fyrir Blackburn Rovers. Menn hugsa þó nú til þess að það voru allavega ensk pund en ekki milljónir rúblna sem fóru í fótboltann þá því þegar illa gengur horfa Blackburnmenn, grænir af öfund, á þegar Abramovich spreðar grilljónum í Chelsea. Hefur þó bara sett tvisvar sinnum það í liðið sem Walker eyddi í Blackburn en þar var leikvangurinn reyndar tekinn í gegn. Ekki minnkaði öfundin þegar Damien Duff var með í hópnum, fyrrum idol í Blackburn en temmilega hataður nú.
Amma servíettusafnari
Ranieri pikkar bara út þá bestu í litlu liðunum og Abramovich kaupir. “Ég vil fá unga, breska leikmenn” segir Ranieri og hefur fengið gaura eins og Duff frá Blackburn, Wayne Bridge frá Southamton, Joe Cole frá West Ham og nú hinn 23 ára gamla nagla Parker frá Charlton.
En………. halló Hafnarfjörður. Maðurinn safnar miðjumönnum eins og amma safnar servíettum. Parker er FIMMTÁNDI miðjuleikmaðurinn sem hann getur valið úr! Reyndar hefur hann lánað nokkra, wonder why!!
Jamm, það gæti orðið erfitt að fá alla þessa snilla til að vera sátta þegar fjórir fá að spila í einu. Spurningin er: hvernig stillir maðurinn þessu upp? Maður veit að framherjarnir segja þetta í lagi, Crespo meiddist sem betur fer fyrir hina en nú er hann kominn aftur. En miðjan?
Lampard er eini maðurinn sem byrjar næstum alltaf inná, enda verið í stuði. Hleypur fram og aftur, berst eins og motherfucker og skorar. Þetta getur reyndar Parker líka en varla spila þeir saman – ha?
Svo er það Claude Makalele sem á að heita akkerið á miðjunni. Hann vill vera með. Duff og Cole eru betri vinstra megin en hægra en bara einn er með í einu. Hægra megin er Grönkjær alltaf duglegur en klúðrar öllu þegar hann kemst að teignum. Geremi er sterkur en ekkert svaka léttleikandi. Mario Stanic og Mario Melchiot eru kannski ekki bestu kostir heldur. Melchiot hefur reyndar verið að berjast um bakvarðarstöðuna við nýstirnið Glen Johnson.
Þess má líka geta að hinum megin hefur Wayne Bridge, hinn nýi, verið að berjast við Celestine Babyaro og auðvitað haft betur meðan Afríkukeppnin hefur verið.
Beckham vill á miðjuna
Málið er að Beckham hefur verið með yfirlýsingar um að sem fyrirliði vilji hann vera á miðjunni en ekki hægra megin. Erikson vill væntanlega hafa hann á kantinum með sínar eitruðu fyrirgjafir því það er nóg af köllum á miðjuna. Hverjir?, jú, Gerrard, Butt, Scholes og téðir Parker, Lampard, Cole og hellingur í viðbót. Og þessa ungu gæja í Chelsea langar í enska landsliðið en þeir verða að fá að spila, helst hvern einast andsk… leik til að Erikson velji þá.
Jamm, svo er það auðvitað Veron kallinn sem á eftir að koma til baka. Virkilega skapandi leikmaður sem hefur átt einn, já einn mjög góðan leik með Chelsea, á móti Lazio.
Það fer nú að verða vesen að komast í þetta lið. Sérstaklega ef maður spilar á miðjunni. Frammi skorar Mutu helst ekki, þrátt fyrir þvílíka sjensa. Maður veit nú sosum hvað hann getur, öflugur gæi. Crespo alltaf meiddur, þangað til nú og Eiður og Hasselbaink ekki sama sóknarparið og hér áður.
Ekki vantar mannskapinn í vörnina en hún virðist þó ekkert svo solid. Þeir eru þó duglegir við að vinna 1-0 og það dugir. Terry er kletturinn, aðrir misjafnir.
Ranieri rembist við að búa til lið en ég held að það séu bara komnir alltof margar hetjur, svei mér þá. Og Erikson hintar að því að hann langi í baráttuna aftur og allir vita að Chelsea kemur lang- lang strerkast til greina.
En þeir eru að leggja það til sá ég hjá Sunday Times, hvort sem Man Utd fanar sem finna þeim allt til foráttu trúa eða ekki, að Ferguson sé heppilegasti kostur fyrir Chelsea, væri bestur í að rífa þennan mannskap upp og ná í bikara hér og þar.
Það er ekki allt í lukkunnar velstandi hjá Man Utd, hvort sem Manfanar viðurkenna eða ekki og kallinn öðlaðist nýtt líf hjá þeim bláu. Þar á bæ er nú gamall vinur hans, Peter Kenyon.
Hann er örugglega með númerið hans Fergie í addressubókinni sinni…..
Kveðja, gong.