Eins og allir fóbboltafanar ættu að vita, hvort sem þeir vilja eða ekki, þá hafa deilur um hesta og leikmenn verið áberandi hjá Man utd að undanförnu. Ensku blöðin hafa verið þvílíkt uppfull af Ferguson, Magnier og hinum fjórfætta Rock of Gibraltar að undanförnu að maður nennir varla meir. En hinsvegar hafa nokkrar áhugaverðar greinar verið um meint svindl og svínarí um kaup á leikmönnum og ein nokkuð djúp í Sunday Times um daginn þar sem ýmislegt grugg kemur upp á yfirborðið.
Málið er s.s. að sonur hans Alex, Jason Ferguson er með umboðsskrifstofu fyrir leikmenn sem heitir Elite Sports group og íþróttarannsóknarblaðamennirnir ensku fundu út að Jason hefur í langan tíma greitt gemsareikninga hans Davids Bellion, sem og lánað honum þennan fína Volkswagen Golf. Eiginlega síðan í ágúst 2001, mánuði eftir að Bellion fór frá Cannes í Frakklandi til Sunderland! Nú er talað um að um – og ekkert ólíklegt miðað við þessa sögu – að United hafi ætlað sér að ath hvort hann gæti eitthvað á Englandi og leyft Sunderland kaupa hann, svona til að byrja með.
Það er auðvitað ennþá bannað að bjóða leikmönnum annara liða að koma án þess að tala við liðin fyrst en svo virðist sem nokkur lið séu bara ekkert að virða þetta.
Fyrir tveim árum bannaði stjórn United honum Alex að leyfa syni sínum að koma nálægt leikmannamálum liðsins því þetta er ekkert fjölkyldufyrirtæki heldur stærðar batterí og engir hagsmunaárekstrar leyfðir.
Þetta er allt svolítið púsluspil því Mike Morris, Breti sem býr í Monakkó í skattaútlegð, var umbinn hans Bellions og fékk 358 þús pund fyrir söluna til United. Svo óheppilega vill til að hann er í samstarfi við Jason Ferguson og fær þóknun frá Elite fyrirtæki hans, peninga og fríðindi ýmiskonar.
Siðan hefur einnig komið í ljós að viðskiptafélagar Jasons, téður Morris og Gaetano Marotta, fengu á aðra milljón punda fyrir hjálpina við að krækja í Howard markmann sem kom fyrir 2,3 millur.
Bob Murray, stjórnarformaður Sunderland, var alveg æfur hér í fyrra og vandaði ekki United kveðjurnar. Hann hótaði að leggja fram kæru fyrir óvönduð vinnubrögð en dró allt til baka þegar hann sá í hvað stefndi og sætti sig við tvær millur fyrir piltinn, enda Sunderland ekki beint í góðum málum.
Enska fótboltasambandið ætlar samt að fara yfir málin og stjórnarmaður einn hjá Man Utd, sem ekki kemur fram undir nafni, segir þetta afar vandræðalegt og tekur skýrt fram að stjórnin muni ekki þola að fyrirtæki á vegum Jason Ferguson komi að leikmannamálum félagsins því hann virðist ansi mikið bak við tjöldin drengurinn, og græðir aldeilis á tá og fingri. Samstarf hans og hans Morris í Monakkó hófst með sölunni á Jap Stam, sem skyndilega fór til Lazio fyrir 15 millur, öllum að óvörum. Þeir félagar fengu 10% þar og strax þá fékk Sörinn hann Alex aðvörun frá stjórninni fyrir fjölskyldubissniss.
Þrátt fyrir það hefur Elite fyrirtæki Jasons haldið sínu striki og reddaði Darren Flethcer næstu fjögur ár fyrir 1,5 millur og nú er svo komið að nokkrir unglingar hjá félaginu kvarta yfir því að kallinn sjálfur sé að hvetja þá til að skrifa undir hjá Elite umboðsskrifstofunni.
Í nokkurn tíma hafa Ferguson feðgar og Elite umbaskrifstofan fengið spurningar eins og: “Átti Elite einhvern þátt í sölunni á Bellion”? og “hefur Elite komið að kaupum eða sölum á ákveðnum leikmönnum”?. Svarið er alltaf “nei” en nú þykir ánamaðkur hafa komið í ljós í mysunni og þeir hjá enska knattspyrnusambandinu ekki glaðir.
Hinsvegar virðist sem aðdáendur liðsins haldi með Ferguson í öllum hans deilum hóta þeim sem við hann deila hinum ömurlegustu örlögum.
Ferguson tók þó eins árs samningi um daginn þó hann vildi hafa árin fleiri. Eigendur og stjórnarmenn voru þó ekki til í meir í bili, enda greinilega ekki allt í sómanum þarna.
Tek það fram að þetta er ekkert upp úr mér, þó mér sé reyndar ekkert sérlega vel við Manjú og ríf ekki mikinn kjaft nú um stundir því mitt yndislega Leeds United ekki beint að gera það neitt frábært, hvorki á fjármálamarkaðnum né inni á velli.
Já, það hafa allir sinn djöful að draga, þetta er dásamlegt.
Kveðja, gong.