Arsenal sýndi styrk sinn þegar þeir tóku á móti Blackburn á Higbury í dag. Þeir voru komnir í 2-0 eftir 5 mín. með mörkum Wiltords og Adams og leikurinn var í raun búinn! á 39. mín bætti Pires við 3. markinu og þar við sat. Bæði lið áttu möguleika á að setja fleiri mörk en inn vildi boltinn ekki og öruggur sigur Arsenal í höfn. Miðað við framistöðu þeirra í leiknum er ekki ólíklegt að þeir taki bikarinn og vonandi mæta þeir Liverpool í úrslitaleik, en það ætti að vera mjög spennandi og jafn leikur.
Í hinum leiknum í áttaliða úrslitum í dag áttust við Leicester City og Wycombe Wanderers á Filbert Street í Leicester. Ég sá þann leik ekki en verð að segja það að úrslitin komu mér ekki svo á óvart, en Wycombe vann 2-1 með mörkum McCarthy á 49. mín. og Essandoh á 90. mín fyrir gestina og Izzet á 68. mín. fyrir heimamenn.
Ástæða þess að þessi úrslit koma mér ekki svo á óvart er sú að Leicester spilar einhvern leiðinlegasta fótbolta sem ég hef séð, en þó árangursríkann. En í mínum augum er hann aðeins árangursríkur gegn sterkum andstæðingum sem kunna að spila fótbolta vegna þess að Leicester stillir alltaf upp mörgum leikmönnum í vörn og miðju og reyna að drepa leikinn niður með því að liggja aftarlega og sækja hratt á fáum mönnum og að brjóta oft af sér. En gegn slökum andstæðingum þar sem þeir þurfa að sækja og hafa boltan vantar heilmikið í þeirra leik og ekki get ég ímyndað mér að annarar deildar lið Wycombe hafi komið til að sækja af krafti og spila hraðan sóknarleik. Heldur hafa þeir eflaust felt Leicester á eigin bragði og gleðst ég mikið yfir því vegna þess að leiðinlegustu fótboltaleikir sem ég hef séð í seinni tíð eru leikir Leicester og þykir mér miður að léttleikandi leikmaður eins og Arnar Gunnlaugsson sé fastur á varamannabekknum hjá þeim.