Á morgunn leika Parma menn við botnlið Bari og ef úrslitin verða samkvæmt bókinni ættu þar að koma örugg þrjú stig í hús. En Nestor Sensini, hinn argentíski miðvallarleikmaður er ekki alveg 100% öruggur, þar sem Bari lönduðu sigri gegn Fiorentina í síðustu umferð og eru því ekki alveg dauðir úr öllum æðum. Nestor segir mikilvægt fyrir Parma að gera ekki fleiri mistök á Tardini svo að Evrópusæti verði öruggt í lok leiktíðar.
Í lið Parma mun vanta sterka leikmenn í leiknum, miðjumaðurinn sterki Sabri Lamouchi er í banni og Milosevic leikur ekki með, sem er mjög slæmt þar sem hann hefur verið í fantaformi í undanförnum leikjum, og þetta eru ekki einu leikmenn Parma sem verða að sætta sig við að horfa á leikinn en hinir eru: Almeyda, Benarrivo, Boghossian, Falsini og Appiah.
Góðu fréttirnir eru hins vegar þeir að Thuram er byrjaður að æfa á ný og verður með á móti Bari.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _