Um daginn tilkynnti Sven Göran Eriksson val sitt á fyrirliða enska landsliðsins mörgum til mikillar furðu en það mátti alveg eins við þessu búast. Nokkru áður hafði fyrrverandi fyrirliði landsliðsins, Tony Adams gefið það út að hann myndi ekki gefa kost á sér framar í landsliðið. Margir hafa gagnrýnt þessa ákvörðun hans og telja hana hina mestu firru. Það þarf enginn að efast um að leiðtoga- og knattspyrnuhæfileikar þessa manns eru miklir. Svo að ég vitni í orð Harry Redknapps eftir leik Arsenal og West Ham.
„ Adams á að halda áfram í landsliðinu. Sjáið hann bara. Hann er í sérflokki. Framherjar mínir lögðu sig alla fram en höfðu ekki erindi sem erfiði gegn Adams. Ekki bara það að hann leiki vel heldur laðar hann það besta fram í félögum sínum líka. Þvílíkur leiðtogi! Með Adams innanborðs er Arsenal á allt öðru plani.“
Já það er ekki verið að spara stóru orðin. Og það er margt til í þessu. Nýjasta stórstirni Arsenal Ashley Cole hefur gefið út að Adams hafi hjálpað sér að verða sá leikmaður sem hann er orðinn í dag. Þeir tali mikið saman bæði í leikjum og æfingum og sé alltaf að gefa sér góð ráð um hitt þetta. Hvar á svona maður annars staðar að vera en í landsliðinu og það sem fyrirliði!!!!
En við verðum nú að hafa það í huga að Adams hefur átt í talsverðum meiðslum síðast liðin ca 5 ár. Þessi meiðsli hafa eflaust á sinn þátt í því að hann tók þessa ákvörðun. Adams vill náttúrulega gera sem best fyrir klúbb. Þ.e. einbeita sér að spila með því félagi sem hann hefur verið fastamaður í síðan 1986. Það er mín spá þegar Wenger stígur upp úr stjóra stólnum muni Adams setjast í hann.
Hvort sú spá rætist mun tíminn einn leiða í ljós.