Gary Neville hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann og gert að sekt fyrir að skamma aðstoðardómara í leik Man.Utd. og West Ham í FA Cup. Neville fannst að dómarinn ætti að dæma rangstöðu er Paulo Di Canio skoraði sigurmarkið, en Di Canio var reyndar réttstæður.
Þetta þýðir að Neville mun missa af leiknum við Liverpool.
Patrick Vieira fékk aðeins eins leiks bann fyrir að sparka í hálsinn á Olivier Dacourt. Gary er mjög óánægður með þetta og ætlar lögfræðingur hans, Scott Duxburry, að áfrýja dómnum.