Leeds Í dag ætla ég að byrja á nýrri greinaröð sem að er um öll liðin í ensku deildinni og möguleika þeirra á þessu tímabili, þjálfara þeirra og lykilmenn.


Framtíð Leeds mun ráðast á næstu dögum þegar það kemur í ljós hvort að þeir þurfi að fara í greiðslustöðvun sem að gæti þýtt það að margir af bestu mönnum liðsins myndu fara og þeir myndu jafnvel fara algerlega á hausinn. Það er þó ljós í myrkrinu því að Bahreinskur milljónamæringur og stuðningsmaður Leeds er að íhuga yfirtökutilboð í félagið þar með hreinsa allar skuldir félagsins sem nema 83 milljónum punda og gefa því 15 milljónir til leikmannakaupa.


—Möguleikar á tímabilinu—

Leedsarar eru sem stendur í botnsæti deildarinnar og útlitið svart.
Það er ekki mikið í spilamennsku liðsins í dag sem að bendir til þess að þeir eigi nokkuð erindi í þessa deild. En ef að Bahreininn bjargar liðinu þá eiga þeir kannski möguleika á að halda sæti sínu því að þá myndu þeir halda lykilmönnum og jafnvel bæta einhverjum við. Möguleikar liðsins liggja því í þessum Bahreina.

—Lykilmenn—

Alan Smith, Mark Viduka, James Milner og Paul Robinson eru án efa verðmætustu leikmenn liðsins. Þeir eru gríðarlega mikilvægir liðinu og munu líklega allir fara ef að liðið fer í greiðslustöðvun.

Þessir menn eru gríðarlega mikilvægir liðinu. Paul Robinson er landsliðsmarkvörður með mikla hæfileika sem á mikla framtíð fyrir sér í boltanum. Hann hefur spilað 4 landsleiki fyrir England, reyndar engann í byrjunarliði.

Viduka var keyptur fyrir fjórum árum síðan á 6 millj. punda og hann hefur verið aðalmarkaskorari liðsins allar tryssur síðan. Viduka er ástralskur og hefur spilað 21 landsleik og skorað 2 mörk.

Alan Smith er mjög mikilvægur leikmaður fyrir Leeds. Hann er harður í horn að taka og berst eins og grenjandi ljón. Hann hleypur mikið, er snöggur og getur skapað usla fyrir framan mark andstæðinanna. Smith á við agavandamál að stríða, hann hefur fengið 7 rauð spjöld og 60 gul á ferli sínum hjá Leeds! smith hefur leikið 6 landsleiki fyrir Englands hönd, reyndar aðeins tvo í byrjunarliði og skorað 1 mark.

James Milner er bráðefnilegur piltur sem að hefur slegið í gegn hjá Leeds eftir að honum var gefið tækifæri í aðalliðinu. Hann er yngsti leikmaðurinn sem að hefur skorað í úrvalsdeildinni. Hann getur ýmist spilað frammi eða á köntunum.


—Þjálfarinn—

Eddie Gray er þjálfari Leeds. Hann tók við sem bráðabirgðastjóri eftir að Peter Reid var rekinn í Nóvember á síðasta ári. Gray er fyrrverandi leikmaður og þjálfari Leeds.

Hann var leikmaður liðsins frá 1965-83 og var þá ráðinn sem spilandi þjálfari liðsins sem að hann var fram til ársins 1985. Hann var vængmaður og á að baki 12 landsleiki fyri Skotland.


—Í hvaða sæti tel ég að Leeds lendi í?—

Það fer eiginlega algjörlega eftir því hvort að liðið fer í greiðslustöðvun eður ei. Ef svo fer þá munu þeir enda í 20. sæti. Hinsvegar ef að það verður tekið yfir félagið þá munu þeir líklega bjarga sér fyrir horn, þar að segja verði í 17. sæti.


(Vonandi fannst ykkur þetta skemmtileg lesning og komið endilega) (með ykkar skoðanir á Leeds og framtíð þeirra,)
(takkfyrir mig og góðar stundir,)
(gummo55)