eftir leik Chelsea og Watford í bikarnum um daginn kom Ranieri fram í fjölmiðlum og talaði um myndavélar í mörkum sem gætu hjálpað dómurum að skera úr hvort um mark sé að ræða eða ekki.
ég er svona á báðum áttum hvort að það ætti að setja upp myndavélar í mörkin sem dómari gæti stuðst við ef hann sé í einhverjum vafa. en ef þetta yrði gert þá myndi það leiða til þess að menn þyrftu að fá myndavélar á línurnar til að sjá hvort boltinn hefi farið útaf eða ekki, tækni sem gerir mönnum kleift að sjá hvort um rangstöðu sé að ræða eða ekki og á endanum yrði það vélmenni sem myndi dæma leikinn og knattspyrnan yrði laus við öll mannleg mistök. það sem gerir þess íþrótt svona skemmtilega er einfaldleiki hennar, það kunna allir að sparka í fótbolta og reglurnar eru einfaldar og allir geta lært þær, ekki eins og í krikkett þar sem reglurnar skipta tugum blaðsíðna. dómarar eru mannlegir og gera mistök og það er hluti af leiknum en mistök mega heldur ekki verða til þess að eyðileggja leikinn og þess vegna finnst mér í lagi að setja myndavélar í mörkin en þar verður líka að draga línuna. fótbolti má ekki verða of háður nútímatækni.
í sambandi við dómarana þá heyrði ég einhvers staðar að uefa væri að skoða skiptikerfi með dómara í Evrópu, þannig að dómarar gætu dæmt í öðrum deildum en í sínu heimalandi, t.d. Collina gæti dæmt í Englandi og Poll á Ítlaíu. mér finnst það vera mjög góð hugmynd og efaust betri en að vera að bauka með einhverjar myndavélar og tæknivesen en hún yrði eflaust ansi kostnaðarsöm en ef það yrði til þess að bæta knattspyrnuna sem íþrótt þá er það þess virði.