Upphaflega átti þetta að vera svar við korki F4nn4rs en þegar ég kýkti yfir þetta var bara kominn ágætis grein.
Umræðan var um myndavélar í mörk sem er kominn upp en og aftur og hvað okkur fannst um það. Svo hér er mín hugsun.
Hægt er í dag að hafa skynja í kringum völlin sem fá sendingar af litlum sendu sem eru í bolta og á 4 stöðum á leikmönna. (þessi tækni hefur verið notuð í leik Man Utd og Bolton fyrir 2 árum minnir mig) með þessu er hægt að fá upplýsingar um rangstöðu eða hvort boltin hafi farið yfir línu eitthverstaðr jafnframt gagnlegum upplýsingum um hreyfingar og sendingar leikmanna. Svo að útrýma þessu mistökum í enska eru ekkert mál. En þá kemur spurninginn. Hvar stoppum við. Aðdráttar afl knattspyrnu er að ég og þú getum farið út og spilað hana nákvæmlega eins og allstaðar annarstaðar í heiminum. En með þessu væru minni lið sem eiga ekki efni á tækninni að spila aðra útgáfu af sama leik. Dómarar væru með öðrvísi þjálfun o.s.f. Nokkurum árum seina kemur upp annað atrið sem má leysa með eitthverju tækninýjungum sem kosta of mikið fyrir mig, þig og minni deildir um allan heim. Og munnurinn verður meiri og meiri. Og endar að verða eins og ameríski fótboltinn. Frábær íþrótt sem en er verið að murka allt líf út úr með nýri tækni með meðfylgjandi töfum og leiðindum.
Mistök verð alltaf hjá dómurum og línuvörðum en ef maður hugsar það ættu þau að skiptast nokku 50/50 á liðinn, svo á endanum færðu til baka það sem þú tapaðir.
Mín rök eru einfaldlega þau að milljóna liðin spila sömu reglum og við getum framfylgt á næsta velli með góðum hóp af vinum. Það er galdur knattspyrnu.