Samkomulag hefur náðst um breytingar á félagaskiptakerfinu, en eins stórar breytingar hafa ekki verið gerðar á kerfinu síðan að Bosman úrskurðurinn féll 95.Það á enn eftir að klár smáatriðin en aðalatriðin liggja fyrir.
Ekki verður hægt að gera lengri leikmannasamning en til fimm ára í og minnst til eins árs. Einnig er eitt ákveðið félagaskiptatímabil á hverju ári. Hugsað er um litlu félögin í þessum samningi en komið var upp sérstöku kerfi til þess að vernda þau, en þau munu fá bætur fyrir þá leikmenn sem þau missa sem hentar ágætlega fyrir íslensku liðin. Einnig verður sett á nefnd sem mun fjalla um ágreiningsmál. Þeir leikmenn sem slíta samningum á fyrstu tveim árunum verða í banni hjá nýja félaginu í fjóra mánuði eftir að leiktímabil hefst. Fleira felst í þessum samningi. Leikmenn eru ekki sáttir og segjast ekki munu sætta sig við samninginn.