
“Harte hefur fiskað leikmenn út af í vetur og fjölmiðlar hafa gagnrýnt hann fyrir að gera það í Evrópukeppninni. United er heiðarlegt lið og mínir leikmenn myndu aldrei haga sér svona.” sagði Ferguson.
David O´Leary stjóri Leeds sætti sig ekki við þessi ummæli.
“Kannski er þessi stórkostlegi maður, sem orðinn er 59 ára, að missa minnið. Hann sagði á laugardaginn að það hefði átt að reka Barthez út af en núna hefur hann skipt um skoðun. Kannski átti hann slæma helgi?” sagði O´Leary.