Einn heitasti framheji Evrópu í dag, Nuno Gomes, er til sölu og verðmiðinn er 15 milljónir punda fyrir áhugasama.
Það er allt í rugli hjá Fiorentina eins og menn vita og nú hafa forráðarmenn liðsins ákveðið að græða aðeins á Gomes en þeir keyptu hann síðasta sumar á 12 milljónir punda og átti að leysa Gabriel Batistuta af hólmi.
Honum hefur gengið vel hjá félaginu og uppfyllt þær kröfur sem til hans voru gerðar en þeir vilja selja hann engu að síður.
Fiorentina var reyndar búið að selja hann til Sporting Lisbon en Gomes hafði ekki áhuga á að fara þangað þar sem hann spilaði áður með erkifjendunum Benfica.
Það eru væntnlega fleiri menn á leið frá Foirentina, en Mancini ætlar að taka vel til, og gætu menn á borð við Mijatovic, Chiesa og Brasilíumaðurinn Leandro horfið á brott fljótlega.
Það verður væntanlega hart barist um þennan frábæra framherja næstu daga og gæti verðmiðinn hækkað mjög fljótlega.