“Ef að Man Utd menn myndu nú bara taka sig saman og og hætta að skrópa í lyfjaprófi, rífa kjaft við dómara og sparka skóm í andlit leikmannana, þá þyrftu þeir ekki að vera alltaf að skammast í yfirvöldum.” - Jeffers
Já, þeir eru neflilega alltaf að sparka skóm í andlita leikmanna og rífa kjaft?!?! Og talandi um að vera að skammast í yfirvöldum, *hóst* ARSENAL *hóst* !! EN ég ætla ekki að blanda þeim frekar inn í þessa umræðu, nema að þú viljir það Jeffers!?
En mér finnst “Svepp Splatter” nú vera að gera meira en sinna starfi sínu, af hverju er hann að blanda sér í þetta? Hefur Ferdinand ekki þau lágmarks mannréttindi að mega fara með þetta fyrir almenna dómstóla?!?!
Margir hafa stutt Ferdinand í þessu máli s.s.: Man.Utd. og AF(aðsjálfsögðu), PFA(samtök atvinnuleikmanna á Englandi), David James, Gary Pallister, Arsene Wenger, Íþróttavöru fyrirtækið NIKE og margir fleiri!
“Það hafa greinilega verið mikið af mistökum í ferlinu”, sagði Pallister.
“Rio hefði aldrei átt að vera leyft að fara, það hefði átt að vera lyfjaeftirlitsmaður með honum allan tímann”.
David James skrifaði:“Enska knattspyrnusambandið hefur gengið of langt í að sýna vöðvana í þessu máli. Miðað við fordæmin er þetta harkaleg refsing. Leikmenn gripnir með lyf í líkamanum hafa fengið styttri bönn. Ég er einnig hræddur um að aganefndin hafi ekki tekið gallana í kerfinu inn í reikninginn. Ferlið eins og það er núna er gjörsamlega ófullnægjandi. Enginn veit hver máttur sönnunargagnanna var, en það er augljóst að það hefur verið farið með Rio eins og niðurstaða prófsins hafi verið jákvæð.”
Ég er engann veginn að segja að Ferdinand eigi ekki refsingu skilið, honum varð illilega á í messunni og mér finnst þetta fáránlegt hjá 30 milljón punda leikmanni að gleyma svona, en sökin er ekki öll hans og þess vegna á hann skilið mun styttra bann.