Í tilefni stórleiks Leeds og Man. Utd. hef ég komið höndum yfir ýmsar staðreyndir og tölfræði er varðar leiki þessa liða síðustu ár og langar mig að deila henni með ykkur.

Gengi liðanna í síðustu 10 leikjum í deildinni.
Leeds Utd LDWLWWWDDW
Man Utd WWDWWWWWDW

Leikir liðanna á Elland Road síðan í ágúst 1993
8.2.93 Leeds 0, Man Utd 0
27.4.94 Leeds 0, Man Utd 2 (Kanchelskis, Giggs)
11.9.94 Leeds 2 (Wetherall, Deane), Man Utd 1 (Cantona p)
24.12.95 Leeds 3 (McAllister p, Yeboah, Deane), Man Utd 1 (Cole)
7.9.96 Leeds 0, Man Utd 4 (Martyn og, Butt, Poborsky, Cantona)
27.9.97 Leeds 1 (Wetherall), Man Utd 0
25.4.99 Leeds 1 (Hasselbaink), Man Utd 1 (Cole)
20.2.00 Leeds 0, Man Utd 1 (Cole)

Manchester United er með bestan árangur allra liða á útivelli í vetur. Þeir hafa unnið 8, gert 5 jafntefli og aðeins tapað einum, á Higbury gegn Arsenal.
Í leiknum gegn Arsenal skoraði Man. Utd. í fyrsta skipti í fyrri hálfleik síðan á nýársdag. Og auðvitað skoruðu þeir þá 5 mörk í hálfleiknum.
Leeds hefur ekki tekist að skora í 7 af 12 síðustu leikjum liðanna á Elland Road.
Leeds hefur gengið betur í “stórum” leikjum á þessu tímabili en því síðasta en þá fengu þeir aðeins 3 stig gegn liðunum í 1-5 sæti, en í ár hafa þeir nú þegar nælt sér í 10 stig gegn þessu sömu liðum og árangurinn í meistaradeildinn talar líka sínu máli. Ósigrar gegn Ipswich, Man. City. og töpuð stig gegn Bradford, Coventry og Derby hafa verið mjög dýr á þessu tímabili og útskýra dapran árangur Leeds á þessu tímabili.
Man. Utd. hafa aftur á móti verið að klára þessa “litlu” leiki vel og náð þokkalegum árangri gegn “stærri” liðunum og útskýrir það yfirburði Man. Utd. best, en þeir eru eina liðið sem sýnt hefur einhvern stöðuleika á þessu tímabili.
En eitt er víst að þessi leikur skiptir Leeds mun meira máli en Man. Utd. Leeds þarf 3 stig til að eiga einhverja möguleika á meistaradeildar sæti á meðan Man. Utd er með 16 stiga forskot í deildinni og aðeins 10 leikir eftir. Leeds á svo leik gegn Real Madrid á þriðjudaginn í meistaradeildinni, en bæði lið eru komin áfram og ætti sá leikur því ekki trufla einbeitingu manna, en Man. Utd. á Panathinaikos á miðvikudaginn og þurfa sigur þar til að tryggja sig áfram í keppninni og er ekki ólíklegt að Ferguson fari í þennan leik með meistardeildar leikinn í huga og hvíli jafnvel einhverja lykilleikmenn (I wish). Eitt er þó víst að það ætti að vera mjög gaman af þessum leik og hvet ég alla til að fara varlega í drykkjunni í kvöld og vakna tímalega í fyrramálið til að njóta leiksins.