Harry Redknapp, framkvæmdastjóri West Ham, virðist vera kominn með fráhvarfseinkenni vegna þess að hann hefur ekki keypt neinn leikmann í nokkrar vikur.

Hann tók á því í gær með því að setja sig í samband við Everton og er hann að semja við þá núna um kaup á Stephen Hughes, en Hughes er uppalinn Arsenal strákur sem var seldur til Everton síðasta sumar þar sem honum hefur ekkert gengið allt of vel.

Redknapp sagði að Hughes væri til í að koma aftur til London og því vonaðist hann til þess að ganga frá málinu fyrir helgi.

Líklegt kaupverð er talið vera í kringum 3m. punda.
__________________________