Eiður Smári Guðjohnsen hefur varað félaga sína við því að ef þeir vinni ekki næstu tvo leiki þá verði tímabilið ónýtt. Chelsea hefur ekki enn unnið leik á útivelli í vetur og þeir mæta Coventry og West Ham á útivelli í næstu leikjum. Leikmenn Chelsea eru nýkomnir úr fríi á Tenerife án þjálfara síns Ranieri.

“Það var gott að komast aðeins í burtu og nú erum við að einbeita okkur að næstu tveim leikjum sem eru á útivelli. Þessa tvo leiki verðum við að vinna.

”Ég held að enginn efist um getu liðsins en hausinn hefur ekki verið í lagi. Því verðum við að taka okkur saman í andlitinu og vinna þessa leiki.

“Við verðum að einbeita okkur að deildinni og ef við verðum ekki í einu af fimm efstu sætunum í maí þá verður þessa tímabils minnst sem tímabil vonbrigða.” sagði Eiður.
__________________________