
Francesc Fabregas er aðeins 16 ára gamall fæddur 4 maí 1987 og náði hann þeim áfanga í gær að vera yngsti leikmaður Arsenal frá upphafi sem nær að skora (16 ára og 177 daga). Hann er einnig yngsti leikmaður sem leikið hefur með aðalliði Arsenal, hann sló tæplega fjögurra ára met Jermaine Pennant sem lék í sömu keppni. Pennant var þá 16 ára og 319 daga gamall. Fabregas ólst upp á Spáni í bænum Vilessoc de Mar og kom hann til Arsenal í Október 2003 frá stórliðinu Barcelona. Þegar hann hafði lokið þátttöku sinni á heimsmeistaramóti U18 landsliða var haldið til Lundúna og Fabregas orðinn leikmaður Arsenal. Hann fór heldur betur hamförum með spænska U18 landsliðinu þar sem hann var markahæstur á heimsmeistarakeppninni með sex mörk og þar að auki var hann kosinn leikmaður mótsins, aðeins 16 ára gamall. Hann spilar stöðu miðjumanns.
Einnig má geta þess að Íslendingurinn, Ólafur Ingi Skúlason lék síðustu 35 mínúturnar með Arsenal þegar hann kom inná fyrir Justin Hoyte. Þetta var hans fyrsti leikur með aðalliðinu en Ólafur hafði verið að gera góða hluti með varaliðinu. Hann átti hlut í markinu sem Kanu skoraði en hann sendi á Wiltord sem lagði hann á Kanu sem setti hann svo í netið.
Það er ekki annað að sjá nema að Arsenal séu með mjög góðan hóp af ungum og efnilegum leikmönnum og það verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni, sérstaklega Fabregas.
Takk fyrir mig
Kv. Geithafu