Stórsigur Fylkis
Fylkismenn juku á forskot sitt á toppi Landssímadeildarinnar með góðum 5-1 sigri á Stjörnunni en bæði liðin komu upp úr 1. deildinni í fyrra. Mörk Fylkis gerðu Sævar Þór Gíslason sem gerði þrjú, Kristinn Tómasson og Gylfi Einarsson. Mark Stjörnunnar gerði Rúnar Páll Sigmundsson.