
Doni er sókndjarfur miðjumaður sem getur einnig spilað á kantinum sem kemur United vel því þá vantar mann sem getur leyst Ryan Giggs af hólmi einstaka sinnum.
Ástæða þess að Doni er svona ódýr er að hann verður samningslaus næsta sumar. Reyndar hafði hann framlengt um ár en var með ákvæði í þeim samningi að hann mætti fara ef eitthvað stórlið vildi fá hann.