Þar sem það er vöntun á greinum á þessu áhugamáli ákvað ég að gera eitthvað í þessu.
Það hefur borið mikið á því að fjölmiðlar séu að gera sér mat úr því að Owen sé ekki búinn að skrifa undir nýjan samning við Liverpool. Margir eru á þeim buxunum að segja að hann vilji ekki framlengja samninginn. Margir vilja einnig segja að hann vilji fara til þess að spila í Meistaradeildinni.
Ástæða allra þessara spekúlasjona eru ummæli sem birtust í viðtali þar sem Owen segist vilja spila í Meistaradeildinni.
Þar sem Liverpool hefur ekki verið að standa sig í deildinni þetta árið og viðtalið birtist einmitt á þessum tímapunkti draga sumir þá ályktun að Owen vilji fara.
Það sem menn verða samt að gera sér grein fyrir er, að þetta viðtal var tekið 20. ágúst og birtist í tímariti, þannig að þetta viðtal er ekki alveg beint nýtt, og því tilgangslaust að tengja það við slakt gengi Liverpool á þessari leiktíð.
Einnig verða menn að gera sér grein fyrir því að þetta viðtal er klippt og skorið og ekki er birt allt viðtalið í þeim fjölmiðlum sem hafa verið hvað æstastir í sínum skrifum.
Owen hefur einnig gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann vilji hvergi fara, það eina sem hann hefur lýst yfir er að hann vilji spila í Meistaradeildinni MEÐ Liverpool, en ekki fara til annars liðs til þess að spila í Meistaradeildinni.
Ég ætla að vona að þessi grein komi einhverju af stað hérna á huga. Ég geri mér einnig grein fyrir því að þetta eru ekki nýjustu fréttir en þetta er eitt af þeim deilumálum sem hafa virkilega farið í taugarnar á mér, sérstaklega hvernig margir fjölmiðlar hafa farið með málið.
Þegar Owen framlengdi síðast samninginn sinn, þá gaf hann það út að hann vildi ljúka því af fljótt, en þá var hann gagnrýndur af fjölmiðlum fyrir að stilla Liverpool upp við vegg, núna dregur hann það nokkuð á langinn, en þá er hann ásakaður um að vilja að fara.
Góðar stundir,
Sokrates