Breskir fjölmiðlar tala mjög mikið um það þessa dagana hve mikið er af efnilegum ungum enskum leikmönnum. En er enska pressan að ofmeta stöðuna?
Ef eitthvað er að marka leika Englands og Spánar hjá leikmönnum undir 21 árs aldri þá er svarið hiklaust já! Spánn vann 4-0 og áður en þeir skorðu fyrsta markið eftir 13 mínútur var markvörður Englands búinn að verja vel í tvígang úr dauðafærum. Miðherjapar Englands í fyrrihálfleik Terry(Chelsea) og Barry(Aston Villa) voru leiknir sundur og saman. Ekki þótti heil brú í leik Englands og aðeins hinn ungi framherji Newcastle Ameobi og varnarmaðurinn Upson þóttu sína einhverja takta sem hægt var að brosa yfir, en þeir komu báðir inn sem varamenn í hálfleik. En hver er ástæða þess að þetta efnilega lið sem margir héldu að væri mjög sterkt skuli hafa tapað svona stórt og það á heimavelli?
Ég held að það komi annsi margt til. Í fyrsta lagi er Howard Wilkinson að þjálfa og stjórna liðinu, og eins og allir vita þá er varla heil brú í kollinum á þeim manni. Árið eftir að hafa gert Leeds að Englandsmeisturum seldi hann Eric Cantona til Man. Utd. fyrir rétt rúma 1 milljón punda og leið Leeds lá niður á við undir hans stjórn, liðið var á barmi falls þegar hann var loks rekinn. Þetta segir allt um manninn að mínu mati. Í öðru lagi eru fjölmargir leikmenn sem ættu að vera í þessu liði sem eru ýmist meiddir eða voru valdir í aðalliðið, sbr. Steven Gerrard, Michael Bridges, Joe Cole og margir fleiri. Í þriðja lagi þá er spænsk knattspyrna á mikilli uppleið, félagsliðin þaðan eru öll að gera frábæra hluti í evrópukeppnunum og virðist sem margir ungir og stórefnilegir leikmenn séu að koma upp og get ég ekki séð betur en að þeir séu líka að fá góða sénsa hjá sínum liðum.
En nú er bara að horfa til leiksins og kvöld og sjá hvort Sven Göran standi við bakið á þeim ungu leikmönnum sem hann valdi í hópinn hjá sér og gaman verður að sjá hvort þeir nái að gera betur en U21 árs liðið.