DoIh8u: Mér finnst að menn megi skrifa það sem þeir vilji á þessa síðu, þegar talað er um grein er ekki verið að tala um einhverja rosalega blaðagrein, heldur er þetta vettvangur þar sem allir geta tjáð sig og sínar skoðannir, og stig hér á síðunni eru ekki til marks um visku eða annað þess háttar. Að vera efstur hér gefur þér ekki rétt til þess að fara fram á að greinar séu færðar á kork eða teknar burt, sökum þess að þær séu ekki nógu “góðar”! Hér er BenniHb að skrifa grein og segir það sem honum finnst, en ekki mikið.
“Þetta kemur nú ekki á óvart sigurinn var alltaf í höfn hjá meisturunum. Þetta sýnir nú hverjir eru bestir.”
Hvar gætir hlutdrægni í þessum texta. Eru Man U ekki bestir í ensku deildinni? Tja þeir eru allavega efstir og búnir að vinna flesta leiki, 16 stigum á undan næsta liði!
Ég held að enginn hérna á huga.is hafi rétt til þess að gera lítið úr greinum annara og vera að gagnrýna greinar. Ef að maður hefur eitthvað að segja þá á maður að svara þræðinum, ef að maður hefur ekkert að segja skal maður ekki fara að gagnrýna til þess að fá einhver 2 skitin stig. KOMMON..
Hvað leikinn varðar þá voru mínir menn frábærir, en þetta er að sjálfsögðu allt spurning um dagsform.
Og bara til að minna Spike á það sem hann sagði, þá hvet ég hann til að fara á textavarp Rúv- kíkja á síðu 300 og eitthvað og skoða töfluna.