Hafiði tekið eftir því að þegar 5 mín eru til leiksloka og þitt lið er að tapa eða gera jafntefli, þá er eins og hluti af fólkinu sem er að horfa á leikinn hugsi sem svo: “hmm, best að vera ekki fastur á bílastæðinu. Best að drífa sig núna til að vera á undan öllum öðrum!”
Þetta þykir mér ekki til fyrirmyndar og raunar óvirðing við leikmenn og þá sem standa að liðinu. Það er bara eins og menn gefist upp og séu búnir að sætta sig við úrslitin.
Ég sat í stúkunni í Laugardalnum á miðvikudag að horfa á KR taka á móti danska liðinu Bröndby. Þegar 5 mín voru eftir til leiksloka stóð stór hluti af íslendingunum upp og hófu að yfirgefa leikvanginn. Ekki nóg með það að þeir væru að fara, heldur stóð fólki beint fyrir augunum á mér þannig að það var líka að skemma leikinn fyrir mér.
Ég vill nota tækifærið og minna fólk á að leikurinn er ekki búinn fyrr en flautað hefur verið til leiksloka. Það að standa upp og fara áður en flautað er, er vanvirðing við liðin sem eru að spila og við þá áhorfendur sem ilja sitja og horfa á allan leikinn. Leikmenn sjá það auðvitað þegar fólk í tugatali fylkist útúr stúkunni og þá er eins og leikmenn sætti sig endanlega við orðin hlut.
Hvernig væri það nú ef að við myndum taka okkur saman og gera það sem að við ætlumst til af okkar liði og það er að berjast til síðustu mín. Ekki gefast upp þegar 5 mín eru eftir að leiktímanum, heldur berjast, berjast, berjast… Það get ég sagt ykkur mun smitast inná völlinn og gera all mikið skemmtilegra þegar upp er staðið.
Nóg í bili… Xavier@hugi.is