AC Milan-Juventus Milan og Juventus mættust í stórleik helgarinnar á San Siro í 243 sinn. Þetta var hinsvegar í fyrsta sinn sem að þau mættust síðan í úrslitaleik meistaradeildarinnar ef frá er skilinn Super Cup leikurinn í New York. Þetta var einnig sögulegur leikur fyrir Paolo Maldini því að hann var að leika sinn 720 leik fyrir AC Milan og var þar að leiðandi að slá met Franco Baresi. Andriy Shevchenko gat líka skorað sitt 100 mark fyrir liðið.

Leiknum seinkaði um 10 mínútur vegna þess að stuðningsmenn liðanna voru með ólæti fyrir leik og svo mættu Juventus of seint vegna mikillar umferðar.

En svo gat leikurinn hafist. Fyrri hálfleikur einkenndist af mikilli baráttu en heimamenn voru ífið sterkari. Rui Costa átti góðan sprett strax á 3 mínútu en Buffon greip vel inn í áður en Jon Dahl Tomasson náði til knattarins. Svo reyndu Gattuso og Pirlo nokkur langskot sem að hittu ekki á rammann.

Seinni hálfleikur var svipaður og sá fyrri en liðin voru að ná fleiri skotum á mark. Á 51. min átti Serginho góðan sprett upp vinstri vænginn og senti fyrir á Shevchenko en Buffon náði að bjarga með góðu úthlaupi. Nokkrum mínútum síðar kom Shevchenko Milan yfir en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Við þetta efldust Juventus menn og þeir voru nálægt því að skora þegar að Camoranesi átti fyrirgjöf á Marco Di Vaio sem að skaut í stöng. Milan menn stálheppnir þar. Juventus héldu áfram að sækja og Dida átti nokkrar góðar markvörslur. En á 65 mínútu náði Milan að skora. Þar var að verki Daninn Jon Dahl Tomasson eftir sendingu frá Andrea Pirlo.
Hans 3 mark í 3 byrjunarliðsleikjum fyrir Milan. Ekki slæmt það! En Juve menn gáfust ekki upp og þeir náðu jöfnunarmarki skömmu fyrir leikslok. Þar var að verki Marco Di Vaio sem að skoraði glæsilegt mark eftir sendingu frá David Trezeguet.

Lokatölur: 1-1, stórmeistara jafntefli.

Úrslit helgarinnar.

Laugardagur:

Udinese-Lazio 1-2
AC Milan-Juventus 1-1

Sunnudagur:

Chievo-Inter 0-2
Roma - Reggina 2-0
Modena - Perugia 1-0
Lecce - Empoli 2-1
Brescia - Parma 2-3
Bologna - Sampdoria 0-1
Ancona - Siena 0-0

Staðan: Leikir Stig
1. Juventus 8 20
2. Milan 8 20
3. Roma 8 18
4. Parma 8 17
5. Lazio 8 16
6. Inter 8 13
7. Modena 8 13
8. Udinese 8 11
9. Chievo 8 11
10. Siena 8 10
11. Sampdoria 8 9
12. Reggina 8 8
13. Brescia 8 6
14. Lecce 8 6
15. Bologna 8 5
16. Perugia 8 5
17. Ancona 8 3
18. Empoli 8 2