Fowler var að láta það út úr sér að ef Liverpool myndi vinna bikarinn gegn Birmingham, ætti Redkanpp að taka við bikarnum. Redknapp sé hinn eiginlegi fyrirliði liðsins, og að Fowler og Hyppia séu bara að halda fyrirliðabandinu heitu fyrir hann.
Vissulega er ég sammála þessu, en ég skil ómögulega að nokkur leikmaður láti svona út úr sér. Mér finnst að menn ættu að einbeita sér að leiknum, þótt að það sé undirlið, en ekki hver á að lyfta bikarnum.
Maður er að sjá það þessa dagana að Man Utd er að dala, vegna þess (líklega) að þeir eru orðnir sigurvissir, og ands…. hafi það að við töpum fyrir Birmingham út af einhverju kæruleysi. Ég þykist nokkuð viss að þótt Birmingham sé ekki talið líklegt til sigurs, þá koma þeir ekki af hálfum hug í þennan leik…