Í U-21 landsliðinu hjá Englandi þá eru þar fullt af ungum og efnilegum strákum sem eiga eftir að spila stórt hlutverk í sínum liðum í framtíðinni…maður sér stráka frá Man.Utd. Arsenal ofl.
En það sem kemur mér á óvart er það að ekki einn einasti leikmaður kemur frá Liverpool. (þó það meini alls ekki neitt)
Er Houllier svo upptekinn af því að kaupa menn að utan og byggja upp stórveldi að unglingastarfið hafi setið á hakanum???
Það vita allir að oftast þegar ungir leikmenn sem alast upp hjá félagsliðum og fá rétta meðferð verða oftar en ekki mjög góðir knattspyrnumenn og bera uppi samheldnina í liðinu…
Hvað finnst þér…er þetta bara tilviljunarkennt val eða er framtíðin ekki eins björt og látið er uppi?