Eyjólfur Sverrisson (32) er með nýtt tilboð frá Herthu Berlin í höndunum sem hann ætlar að svara fyrir 15.mars. Hann hefur frá 1995 leikið stórt hlutverk með liðinu og það kemur því ekki á óvart að stjórnendur Herthu vilji halda í hann.
Nokkur íslensk félagslið, þar á meðal Fylkir og KR, hafa verið í sambandið við Eyjólf með það fyrir augum að fá hann í sínar raðir í sumar taki hann þá ákvörðun að koma heim. Jolli hefur aldrei leikið í efstu deild á Íslandi en áður en atvinnumennskan varð að veruleika hjá honum lék hann með Tindastóli í gömlu 2. og 3. deildinni.
Hertha er í 5. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum á eftir meisturum Bæjara.