Liverpool heppnir!
Liverpool er enn á réttri leið á leið sinni til að vinna þrefalt í vetur. Þeir sigruðu Roma 2-1 í tveimur leikjum í sextán liða úrslitum UEFA bikarsins þrátt fyrir 0-1 tap á heimavelli í gærkvöldi. Segja má að Liverpool hafi verið mjög heppnir í gær vegna þess að dómarin leiksins Jose-Maria Garcia-Aranda benti á vítapunktinn, þegar Babbel fékk boltan í höndina innan teigs, en breitti svo dómi sínum í hornspyrnu öllum til mikillar furðu. Roma leikmennirnir brjáluðust gjörsamlega og er vel hægt að skilja af hverju. En dómarinn breytti ekki dómi sínum aftur og Roma fengu ekki fleiri tækifæri til að skora í þessum leik. Leikurinn einkendist reyndar mest af mikilli baráttu og grófum brotum og voru gestirnir frá Ítalíu sérstaklega duglegir við að brjóta af sér og fannst mér dómarinn alltof spar á spjöldin, sérstaklega fyrir peysu- og stundum buxnatog og tæklingar aftan frá sem Heskey fékk sérstaklega mikið að finna fyrir. Dómari leiksins var eiginlega aðalmaður leiksins en stóð engan vegin undir því! Lítið var um færi í leiknum en eins og svo oft voru leikmenn Liverpool sérstaklega ógnandi fyrir utan teig en búa þeir yfir mörgum góðum skotmönnum. Owen tókst reyndar að misnota vítaspyrnu og vill ég lýsa yfir furðu minni á að McAllister sem er einhver besti skotmaður deildarinnar var ekki látinn taka það víti. Annar var þetta bráðskemmtilegur leikur og vona ég að Liverpool fari alla leið og mæti Barcelona í úrslitum en það ætti að vera mjög spennandi leikur. En um Roma er ekki hægt að segja annað að það er mikil eftirsjá í þeim og leiðinlegt að þeir gátu ekki notað sinn besta mann Totti neitt í þessum leikjum en Ítölsku liðinn hafa lítið sem ekkert getað í evrópumótunum í vetur og þarf alvarlega að stokka upp knattspyrnuna þar á bæ ef þeir ætla sér í fremstu röð á ný.