Það var nú aldeilis gaman að vera Leedsari í gærkvöldi. Stórsigur á Anderlecht 1-4 á útivelli en Anderlecht hafði m.a. unnið Man. Utd., Lazio og PSV á þessum velli á þessu tímabili. Framistaðan var stórkostleg og sæti í 8 liða úrslitum staðreynd. Þessi árangur er mjög merkilegur. Enginn hafði trú á að liðið kæmist upp úr fyrsta riðlinum þegar þeir voru með Barcelona og Milan í riðli og enn færri höfðu trú á því að þeir kæmust upp úr þessum riðli, en það tókst og það þó tvær umferðir séu eftir. Ótrúleg framistaða hjá ungu liði sem hefur að mestu verið án tveggja markahæðstu leikmanna liðsins í fyrra og þeim mest skapandi í Kewell, Bridges og Mcphail.
Leedsararnir Alan Smith (sem skorði 2 í gær) og Dacourt lofuðu Anderlecht að þeir myndu taka vel á þeim og sækja frá fyrstu mínútu og það gekk eftir, Leeds hafði öll tök á miðjunni og skoruðu nánast af vild, sérstaklega í fyrri hálfleik, en þá kláruðu þeir leikinn með 3-0 forystu. Alan Smith talaði um það að þeir væru búnir að finna út veikleika í vörn Anderlecht sem þeir svo fullnýttu sem sýnir að David O´leary knattspyrnustjóri Leeds veit svo sem alveg hvað hann er að gera þó hann tali alltaf um að hann sé óreyndur og eigi margt ólært.