Þá er þessu nánast lokið. Eftir ósigur gegn Kiev, Inter og jafntefli við Moskva er Arsenal með aðeins 1 stig í höfn.
Inter 6
Kiev 6
Moskva 4
ARSENAL 1
Ef Arsenal ætla að ná nokkrum árangri, verða þeir að vinna alla næstu leikina.
Þar á meðal leikinn á San Siro.
Nov 05 Arsenal v Dynamo Kiev
Nov 25 Internazionale v Arsenal
Dec 10 Arsenal v Lokomotiv Moscow
Ef það er hægt að vinna báða heimaleikina gegn Kiev og Moskvu og ná jafntefli við Inter, erum við með 8 stig.
Svo er hægt að treysta á að Inter rústi öllum sínum leikjum (nema gegn Arsenal).
Leikurinn í gær var spennandi undir lokin og Arsenal menn áttu nokkur góð færi.
Þegar 30. min. voru liðnar af fyrri-hálfleik, skoruðu Dynamo Kiev fyrsta markið eftir mistök í vörninni.
Það næsta kom á 60. min. er Lehmann hljóp út fyrir teig, tók hann á bringuna, missti hann og Kiev maður skaut honum í markið.
En Arsenal menn þurftu að bíða lengi eftir sínu marki.
Mörk dauðafæri, en eitt endaði nú í netinu.
Thierry Henry fékk hann á Ruud stað. Tveim metrum fyrir framan markið. Fyrsta markið í 5 klst. í Meistaradeildinni.
Arsenal áttu gjörsamlega restina af leiknum. Á 92. mínútu var Lehmann meira að segja kominn fram.
Toure dúndraði boltanum í slánna, á sama stað og Henry var í sínu marki.
En lokatölur; 2-1 í Úkraínu.
Nú er líka útlitið svart. Kannski ekki fyrir Man utd. menn eða Liverpool menn, en fyrir okkur, stuðningsmenn Arsenal.
En kannski er UEFA keppnin bara gott að fara í? Við eigum amk. miklu meiri möguleika í hana.
Kveðja Shitto.