Uppbygging enskrar knattspyrnu
Svo virðist vera að enska deildinn sé á hraðri uppleið. Miðað við frammistöðu enskra liða i´everópukepnunum þá eru þeir að draga á “sterkari deildirnar” það er að segja ítölsku og spænsku deildina. Liverpool var að vinna góðan sigur á Roma á útivelli Manchester er eins og stendur með Valencia í riðli og gerðu jafntefli á útivelli, Leeds er í dauðariðlinum og unnu meðal annars Lazio, og í undankeppninni voru þeir hársbreidd frá sigri á barcelona en sá leikur fór 2-2. Arsenal er auðvita að standa sig vel líka og er nánast komið upp úr sínum riðli svo gæti farið að 3 lið frá englandi komist í 8 liða úrslit. En skildi þetta geta haft áhrif á landsliðið. Er það bara góð frammistaða liðanna og góð samstaða enskra liða sem hefur þessi áhrif, eins og vitað er hefur enska landsliðið verið að spila leiðinlegan bolta að undanförnu og ekki getað mjög mikið, ein af þeim ástæðum eru léleg samstaða, slæm nýting á færum, og síðast en ekki síst ENGINN örfættur leikmaður. Lið með engan örfættan leikmann nær ekki árangri. t.d. Holland á em í hollandi og belgiu voru þeir með 6 leikmenn í byrjunarliði sem voru örfættir enda komust þeir líka langt. Eitthvað þarf að gera þarna í englandi og byggja upp nýtt landslið sem inniheldur líka örfætta leikmenn. AFhverju ekki að hafa ágætis örfættan leikmann á kantinum t.d. S. Johnson í Derby en hann getur þó gefið fyrir með vinstri og gert eitthvað gagn fyrir landsliðið í staðin fyrir að hafa réttfættan leikmann t.d. Dennis Wise sem er miðjumaður á vinstri kantinum eitthvað verður að gera í þessum málum og vonar maður að Ericson eigi eftir að gera góða hluti með þá.