Liverpool á bullandi uppleið!
Það hefur heldur betur verið ris á Liverpool þetta tímabilið, og þá sérstaklega í bikarkeppnum. Nú eru menn að spyrja sig að því hvort þeir nái ekki bara þrennu á þessu tímabili. Þeir eru komnir í úrslit deildarbikarsins og spila þar við Birgmingham og annað en sigur í þeim leik væri stórslys. Þeir eru svo gott sem komnir í áfram í evrópukeppninni og eina stórliðið sem maður sér geta unnið Liverpool sem er eftir í þeirri keppni er Barcelona en þeir hafa verið að spila illa upp í vetur og þá sérstaklega í stórleikjunum. Þannig að allt getur gerst fyrir Liverpool í þeirri keppni. Það ætti kannski að vera erfiðast fyrir Liverpool að vinna FA bikarinn, en ef þeir dragast á móti Tottenham eða Arsenal á útivelli gæti farið illa, en ef þeir fá þessi lið á heimavelli verð ég að segja að mér litist vel á möguleika Liverpool. Það er því ekki ólíklegt að Liverpool hirði loksins bikara á þessu tímabili og það jafnvel fleiri en einn. Til hamingju með það púllarar, gæfan virðist loksins vera komin aftur á Anfield Road.